Vilt þú verða hluti af góðu ferðalagi?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins.

Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði miðstöð flugs milli þriggja heimsálfa; Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þannig stuðlum við að því að Ísland sé áhugaverður áfangastaður. 
 
Leiðarljós okkar eru samvinna, öryggi og þjónusta. Íslendingar eru þekktir fyrir gestrisni og hlýlegar móttökur og við leggjum metnað okkar í að veita þjónustu í hæsta gæðaflokki þegar við tökum á móti okkar gestum.
 
 

Auglýst störf:

Rekstrarfulltrúi á Rekstrarsviði Keflavíkurflugvallar

Leitað er að öflugum rekstrarfulltrúa á rekstrarsvið Keflavíkurflugvallar til að bætast í kraftmikinn hóp starfsmanna. Leitað er að sveigjanlegum og úrræðagóðum einstaklingi með lipra og þægilega framkomu og getur unnið undir álagi. Reynsla af flugi eða flugtengdri starfsemi er kostur.

Helstu verkefni:

 • Áætlanagerð, eftirfylgni og greining fjárhagslegs rekstrar
 • Þátttaka í gerð gjaldskráa og þróun þeirra
 • Umsjón og gerð samninga vegna útseldrar þjónustu
 • Verkefnastjórn og stuðningur í ýmsum úrbóta og umbótaverkefnum í rekstri og ferlagreiningu
 • Samskipti við notendur flugvallarins, skipulagning og umsýsla verkefna sem tengjast rekstri þeirra er jafnframt stór hluti starfsins
 • Ýmis rekstrarmál

 

Menntun og hæfni:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Reynsla af rekstri er kostur
 • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
 • Góð íslensku og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

 

Upplýsingar um starfið veitir Áslaug B. Guðjónsdóttir, aslaug.gudjonsdottir@isavia.is

Umsóknarfrestur er til og með 27.ágúst 2017.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð

 

 

 

Verkefnastjóri rafmagnskerfis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Isavia óskar eftir að ráða verkefnastjóra rafmagnskerfa fyrir eignaumsýsludeild á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er með góða samskiptahæfileika og á auðvelt með að vinna með fólki. 

 

Helstu verkefni

 • Verkefnastýring rafverktaka
 • Gerð verk-, kostnaðar og framkvæmdaáætlana
 • Skýrslugerð, gagnasöfnun og úrvinnsla
 • Umsjón með verkbókhaldi framkvæmda
 • Samskipti við hönnuði og byrgja
 • Útboðslýsingar/útboðsgerð
 • Úttektir
 • Utanumhald teikninga
 • Samskipti við yfirvöld og leyfisumsóknir
 • Innkaup og samþykktir reikninga

 

Hæfniskröfur

 • Rafmagnsverkfræðingur, rafmagnstæknifræðingur, raffræðingur eða sambærileg menntun/reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af verkefnastjórn er nauðsynleg
 • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli
 • Góð tölvukunnátta er skilyrði

 

Upplýsingar um starfið veitir Sævar Garðarsson deildarstjóri eignaumsýsludeildar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í netfangi saevar.gardarsson@isavia.is.

 

Umsóknarfrestur er til 27. ágúst.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð

 

 

 

 

Sérfræðingur á umhverfisdeild Keflavíkurflugvallar

Isavia óskar eftir að ráða sérfræðing á umhverfisdeild Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða krefjandi starf á spennandi vettvangi. Isavia hefur markað sér umhverfisstefnu og er að vinna  með virkum og skipulögðum hætti í samræmi við hana: http://www.isavia.is/um-isavia/umhverfisstefna-isavia.

Sérfræðingur á umhverfisdeild Keflavíkurflugvallar heyrir beint undir deildarstjóra umhverfisdeildar og tekur þátt í framkvæmd og eftirliti með umhverfismálum og innleiðingu umhverfisstefnu. 

 

Helstu verkefni

 • Umhverfisvöktun,  gagnaöflun, framsetning gagna og eftirlit.  
 • Aðkoma að innleiðingu umhverfisstefnu Isavia á Keflavíkurflugvelli og umhverfisstjórnunarkerfis, skýrslu- og kynningagerð.

 

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
 • Þekking á hagnýtingu upplýsingatækni við gagnaöflun og framsetningu gagna
 • Reynsla og þekking á umhverfismálum og málefnum sem starfinu tengjast 
 • Reynsla og þekking af vinnu við mat á umhverfisáhrifum og umhverfisstjórnunarkerfum kostur
 • Þekking á umhverfi og rekstri flugvalla er kostur
 • Góð tölvukunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti

 

 

Farþega- og umferðaraukning á Keflavíkurflugvelli hefur verið mjög mikil undanfarin ár og er spáð áframhaldandi vexti. Keflavíkurflugvöllur vill verða til fyrirmyndar í umhverfismálum og mæta þessari miklu aukningu með hag umhverfisins að leiðarljósi.

 

Upplýsingar um starfið veitir Valur Klemensson deildarstjóri umhverfisdeildar, valur.klemensson@isavia.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 27.ágúst 2017.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð

 

 

 

 

Kerfisstjóri á Reykjavíkurflugvelli

 

Isavia auglýsir eftir kerfisstjóra í notendaþjónustu hjá Isavia á Reykjavíkurflugvelli.


Kerfisþjónustan sér um rekstur á tölvu- og netkerfi Isavia og dótturfyrirtækja.

 

Kerfisþjónusta Isavia er 18 manna teymi sem sér um rekstur á tölvu- og netkerfi Isavia og dótturfyrirtækja:

 • Kerfisþjónustan rekur eitt stærsta tölvu- og netkerfi á Íslandi.
 • Gríðarleg áhersla lögð á uppitíma kerfa.
 • Lögð áhersla á að nota nýjustu tækni við að leysa flókin vandamál.


 
Helstu verkefni:

·         Uppsetning á tölvu- og tækjabúnaði .

·         Bilanagreining.

·         Notendaþjónusta.

·         Önnur tilfallandi verkefni.

 

Hæfniskröfur og kostir:

·         Kostur að hafa lokið Microsoft prófgráðu eins og MCSA eða MCITP.

·         Kostur að hafa lokið kerfisþjónustu eða kerfisstjóranámi.

·         Skilningur og þekking á Microsoft Windows.

·         Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.

·         Reynsla af notendaþjónustu er kostur.

·         Áhugi og frumkvæði.

·         Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð.

·         Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.

 

Umsóknarfrestur er til og með 3. september.

 

Nánari upplýsingar veitir Axel Einarsson, deildarstjóri Kerfisþjónustu í síma 424-4531 eða í tölvupósti á axel.einarsson@isavia.is.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð

 

 

 

 

 

 

Vaktstjóri farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli

Isavia leitar eftir þjónustulunduðum, sveigjanlegum, heilsuhraustum og jákvæðum einstaklingi  sem hefur góða samskipta- og stjórnunarhæfileika, lipra og þægilega framkomu og getu til að starfa undir álagi.

 

Vaktstjóri farþegaþjónustu heldur utan um hóp starfsmanna sem sjá um að veita farþegum bestu mögulegu þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með því að stýra raðakerfum í flugstöðinni, vera farþegum innan handar, veita upplýsingar og greiða fyrir för þeirra með réttum úrræðum. Vaktstjóri er ábyrgur fyrir því að öllum verkefnum farþegaþjónustu sé sinnt. Um er að ræða vaktavinnu.

 

Hæfniskröfur

 1. Góðir stjórnunarhæfileikar
 2. Menntun/starfsreynsla sem nýtist í starfi
 3. Sjálfstæð vinnubrögð
 4. Yfirburða þjónustulund og jákvæðni
 5. Góð samskiptahæfni
 6. Góð íslensku og ensku kunnátta
 7. Þriðja tungumál er kostur
 8. Almenn tölvukunnátta

 

 

Umsóknarfrestur til og með 3. september nk.

 

Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

 

 

 

Innkaupafulltrúi á Keflavíkurflugvelli

Isavia óskar eftir að ráða innkaupafulltrúa fyrir eignaumsýsludeild á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er með góða samskiptahæfileika og á auðvelt með að vinna með fólki.

 

Eignaumsýslan sér um rekstur á kerfum, búnaði og fasteignum innan Keflavíkurflugvallar og mun innkaupafulltrúi hafa umsjón með innkaupum fyrir eignaumsýsluna ásamt því að aðstoða önnur svið við innkaup eftir þörfum.

 

Helstu verkefni

 • Samskipti við innlenda og erlenda birgja/þjónustuaðila
 • Aðstoð/þjálfun í notkun innkaupabeiðna
 • Umsjón með útgáfu innkaupapantana
 • Umsjón og undirbúningur verðfyrirspurna og útboða
 • Aðstoð við þróun og innleiðingu innkaupaferla og –kerfa
 • Aðstoð við áætlunargerð og eftirfylgni

 

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af innkaupum
 • Þekking á innkaupahluta Navision er kostur
 • Þekking á opinberum innkaupareglum er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Mjög góð færni í  íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli
 • Sjálfstæð vinnubrögð og fumkvæði
 • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

 

Umsóknarfrestur er til og með 10.september

Upplýsingar um starfið veitir Sævar Garðarsson, deildarstjóri eignaumsýlsudeildar, saevar.gardarsson@isavia.is.

 

 

 

 

 

Vissir þú að;

 • Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1200 manns af samhentum hópi kraftmikils og metnaðarfulls starfsfólks 
 • Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum þeim tækifæri til aðlögunar og starfsþjálfunar. 
 • Isavia leggur áherslu á góða starfsanda sem er forsenda þess að líða vel í starfi og veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.
 • Aðstæður á vinnustað hafa áhrif á heilsu starfsmanna því viljum við búa þeim öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Isavia hvetur og styrkir starfsmenn sína til að stunda reglubundna líkamsrækt og lifa heilbrigðu lífi.
 • Isavia er með öflugan innri vef sem er upplýsingaveita starfsfólks á hverjum tíma. Við vitum hve mikilvægt er að starfsmenn séu vel upplýstir til að geta sinnt störfum sínum vel.
 • Isavia leggur mikla áherslu á þjálfun og fræðslu starfsmanna sinna til að efla þá í að ná meiri árangri í starfi.
 • Jafnréttisáætlun Isavia tryggir að konur og karlar hafa jafna möguleika og sömu réttindi í starfi en Isavia hefur hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Sjá jafnréttisáætlun Isavia.
 • Hjá Isavia er starfsrækt öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir ýmsum viðburðum fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra í samstarfi við félagið. Þar má nefna viðburði eins og fjölskyldudag, árshátíð, gönguferðir, bíó og leikhúsferðir og m.fl.
 • Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að Ísland verði miðstöð flugs í norður Atlantshafi og hlutverk þess að vera þjónustufyrirtæki sem leggur grunn að flugsamgöngum á Íslandi. Þannig viljum við vera hluti af góðu ferðalagi. Leiðarljós okkar eru öryggi, samvinna og þjónusta. 

 

 

Lentirðu í vandræðum með umsóknina?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is
 

Meðferð starfsumsókna hjá Isavia

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði. Vinsamlegast látið okkur vita ef þið viljið að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.  
Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin