Vilt þú verða hluti af góðu ferðalagi?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins.

Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði miðstöð flugs milli þriggja heimsálfa; Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þannig stuðlum við að því að Ísland sé áhugaverður áfangastaður. 
 
Leiðarljós okkar eru samvinna, öryggi og þjónusta. Íslendingar eru þekktir fyrir gestrisni og hlýlegar móttökur og við leggjum metnað okkar í að veita þjónustu í hæsta gæðaflokki þegar við tökum á móti okkar gestum.
 
 

Auglýst störf:

Sumarstörf í farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli

Við leitum að glaðlyndum og sérstaklega þjónustulunduðum einstaklingum með góða samskiptahæfileika til starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Farþegaþjónustan veitir farþegum bestu þjónustu sem mögulegt er með því að vera þeim innan handar, veita upplýsingar og greiða fyrir för þeirra með réttum úrræðum. Unnið er á dag- og næturvöktum.

 

Helstu verkefni

Þjónusta við farþega

Umsjón og eftirlit með þjónustuborðum

Eftirlit með búnaði sem farþegar nota

Flæðisstýring farþega

Önnur tilfallandi verkefni sem snúa að aðstoð við farþega.

 

Hæfniskröfur

Aldurstakmark 18 ár

Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum

Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni

Góð kunnátta í ensku og íslensku – þriðja tungumál er kostur 

 

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

 

 

Sumarstörf í farþegaakstri á Keflavíkurflugvelli

Isavia leitar að þjónustulunduðum,  og snyrtilegum einstaklingum til að sinna rútuakstri farþega á flughlaði Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða vaktavinnu.

 

Helstu verkefni

Rútuakstur með flugfarþega til og frá flugstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Umhirða rútu og bíla

Önnur tilfallandi verkefni í samráði við hópstjóra

Hæfniskröfur

Próf á hópferðabifreið.

Fullnaðarskírteini fyrir B réttindaflokk í ökuskírteini.

Góð íslensku og enskukunnátta bæð í töluðu og rituðu máli

 

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

 

 

Sumarstörf í bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli

Isavia leitar að þjónustulunduðum, kraftmiklum og hraustum einstaklingum í sumarstörf í bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Unnið verður á dag- og næturvöktum

 

Helstu verkefni

Umsjón með farangurskerrum í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini á bílastæðum flugstöðvarinnar

 

Hæfniskröfur

Aldurstakmark 18 ár

Góð kunnátta í íslensku og ensku

 

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

 

 

Sumarstörf í flugverndardeild Keflavíkurflugvallar

Spennandi sumarstörf í flugverndardeild Keflavíkurflugvallar

Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu.

Helstu verkefni:

 • Starfið felst m.a. í vopna- og öryggisleit og við eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum á Keflavíkurflugvelli.

 

Hæfniskröfur:

 • Aldurstakmark 18 ár
 • Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu bæði rituðu og mæltu máli
 • Hafa rétta litaskynjun
 • Lágmark 2 ára framhaldsnám eða sambærilegt nám í menntaskóla
 • Þjónustulyndi

 

Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs.

 

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

 

 

Sumarafleysing við flugvallarþjónustu Egilsstaðaflugvallar

Isavia leitar að starfsfólki til sumarafleysinga við flugvallarþjónustu Egilsstaðaflugvallar.

 

Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og kröfur eru gerðar til líkamlegs atgervis.

 

Helstu verkefni

· Björgunar- og slökkviþjónusta

· Viðhald flugvallar og umhverfis hans

· Viðhald á tækjum Egilsstaðaflugvallar

· Önnur störf tengd flugvallarrekstri

 

Hæfniskröfur

· Aukin ökuréttindi er kostur

· Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu

 

Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2017.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jörundur Ragnarsson, umdæmisstjóri í síma 424-4000, jorundur.ragnarsson@isavia.is.

 

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

 

 

 

Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvöll

Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvöll

 

Leitað er að starfsmönnum sem hafa lipra og þægilega framkomu, eiga auðvelt með að vinna undir álagi, sýna af sér frumkvæði í starfi, eru skipulagðir í verkum sínum og áhugasamir.

 

Helstu verkefni:

 • Björgunar- og slökkviþjónusta
 • Umsjón og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna
 • Eftirlit með flugbrautum og flugvallarmannvirkjum
 • Viðhald flugvallar og  umhverfi hans
 • Viðhald á vélbúnaði og tækjum
 • Ýmiskonar tækjavinna
 • Önnur störf tengd rekstri  flugvallarins

 

Hæfniskröfur:

 • Aukin ökuréttindi
 • Stóra vinnuvélaprófið er kostur
 • Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er æskileg
 • Reynsla af slökkvistörfum er kostur
 • Iðnmenntun (bifvélavirki/vélvirki eða önnur iðnmenntun) sem nýtist í starfi  er kostur
 • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, ásamt grunn tölvukunnáttu

 

Umsækjendur munu hefja störf í dagvinnu en fara síðar á vaktir eftir atvikum og þurfa að standast læknisskoðun og gangast undir þolpróf áður en til ráðninga kemur.

 

Isavia mun sjá umsækjendum fyrir þeirri þjálfun sem nauðsynleg er vegna starfsins.

 

Umsóknir:

Allar umsóknir skulu berast rafrænt á www.isavia.is/atvinna.is

 

 

 

 

 

Bifvélavirki / vélvirki

Bifvélavirki / vélvirki á Keflavíkurflugvöll

 

Leitað er að starfsmanni sem hefur lipra og þægilega framkomu, á auðvelt með að vinna undir álagi, sýnir af sér frumkvæði í starfi og er skipulagður í verki sínu og áhugasamur.

 

Verkefni:

 • Viðgerðir og viðhald á öllum tækjum og bifreiðum Keflavíkurflugvallar
 • Einnig nýsmíði í málmi
 • Rennismíði
 • Suðuvinna og viðgerðir á gömlu efni
 • Viðkomandi tekur þátt í snjóruðningi, ísingarvörnum og öðrum verkefnum flugvallaþjónustu eftir þörfum

 

Hæfniskröfur:

 • Meirapróf er skilyrði
 • Vinnuvélapróf er kostur
 • Sveinspróf í bifvélavirkjun/ vélvirkjun er æskilegt
 • Starfsreynsla í faginu og reynsla af  rafmagns-, glussa- og tölvukerfum í bílum og tækjum
 • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, ásamt grunn tölvukunnáttu

 

Umsóknir:

Allar umsóknir skulu vera rafrænar á www.isavia.is/atvinna.is

 

 

 

 

Rafvirki við raftæknideild

Isavia óskar að ráða rafvirkja við raftæknideild flugleiðsögusviðs. Í boði eru fjölbreytt og krefjandi starf í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi.

 

Starfssvið:

 • Vinna við brautarlýsingu og aðflugs- og flugleiðsögukerfi
 • Viðhald hússtjórnarkerfa
 • Almenn raflagnavinna

 

Hæfniskröfur:

 • Sveinspróf í rafvirkjun
 • Reynsla af rekstri og viðhaldi smá-, lág- og háspennukerfa
 • Kunnátta í iðntölvustýringum æskileg
 • Þekking á flugmálum kostur

 

Starfið krefst talsverðra ferðalaga innanlands.

 

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2017.

 

Upplýsingar um starfið veitir Árni Páll Hafsteinsson deildarstjóri, arni.hafsteinsson@isavia.is.

 

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

 

 

 

 

Starf í móttöku á Reykjavíkurflugvelli

Isavia óskar eftir að ráða ritara í móttöku fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Um er að ræða 100% starfshlutfall fram í september og eftir þann tíma 50% framtíðarstarf.

 

Helstu verkefni:

 • Afgreiðsla og útgáfa aðgangsheimilda
 • Símsvörun
 • Móttaka gesta
 • Samskipti við lögreglu vegna bakgrunnsskoðana
 • Skjalavarsla
 • Önnur tilfallandi störf

 

Hæfniskröfur:

 • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
 • Gott viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Rík þjónustulund
 • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
 • Færni í miðlun upplýsinga

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax.

 

Upplýsingar um starfið veitir Hafdís Viggósdóttir, verkefnastjóri, í netfanginu hafdis.viggosdottir@isavia.is.

 

Umsóknarfrestur er til 3. mars 2017

 

 

 

 

 

Kynningarmyndbönd

 

 

 

 

Vissir þú að;

 • Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1200 manns af samhentum hópi kraftmikils og metnaðarfulls starfsfólks 
 • Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum þeim tækifæri til aðlögunar og starfsþjálfunar. 
 • Isavia leggur áherslu á góða starfsanda sem er forsenda þess að líða vel í starfi og veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.
 • Aðstæður á vinnustað hafa áhrif á heilsu starfsmanna því viljum við búa þeim öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Isavia hvetur og styrkir starfsmenn sína til að stunda reglubundna líkamsrækt og lifa heilbrigðu lífi.
 • Isavia er með öflugan innri vef sem er upplýsingaveita starfsfólks á hverjum tíma. Við vitum hve mikilvægt er að starfsmenn séu vel upplýstir til að geta sinnt störfum sínum vel.
 • Isavia leggur mikla áherslu á þjálfun og fræðslu starfsmanna sinna til að efla þá í að ná meiri árangri í starfi.
 • Jafnréttisáætlun Isavia tryggir að konur og karlar hafa jafna möguleika og sömu réttindi í starfi en Isavia hefur hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Sjá jafnréttisáætlun Isavia.
 • Hjá Isavia er starfsrækt öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir ýmsum viðburðum fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra í samstarfi við félagið. Þar má nefna viðburði eins og fjölskyldudag, árshátíð, gönguferðir, bíó og leikhúsferðir og m.fl.
 • Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að Ísland verði miðstöð flugs í norður Atlantshafi og hlutverk þess að vera þjónustufyrirtæki sem leggur grunn að flugsamgöngum á Íslandi. Þannig viljum við vera hluti af góðu ferðalagi. Leiðarljós okkar eru öryggi, samvinna og þjónusta. 

 

 

Lentirðu í vandræðum með umsóknina?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is
 

Meðferð starfsumsókna hjá Isavia

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði. Vinsamlegast látið okkur vita ef þið viljið að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.  
Isavia gullmerki PWC Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin