Hoppa yfir valmynd

Mikilvægir þættir

Markmið með útgáfu skýrslunnar er að sýna gagnsæi og gefa dýpri mynd af starfsemi Isavia og áhrifum þess á samfélagið. Með útgáfu skýrslunnar leitast félagið við að varpa ljósi á bæði þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir og þeim árangri sem náðst hefur.

Mikilvægir þættir hjá Isavia 

Isavia gerir samfélagsskýrslu sína samkvæmt GRI Global Reporting Initiative Standards: Core ásamt sérákvæðum GRI-G4 um flugvelli. Sérákvæðin taka sérstaklega á þeim áskorunum og tækifærum sem flugvellir standa frammi fyrir þegar kemur að sjálfbærni. Horft er til starfsemi félagsins og þeirra áhrifa sem hún hefur á efnahag, umhverfi og samfélagið.
Isavia leggur áherslu á víðtækt samráð við þá hagaðila sem treysta á þjónustu fyrirtækisins og verða fyrir áhrifum af starfseminni. Starfseminnar gætir um allt land og snertir alla landsmenn. Isavia hefur greint á annað hundrað hagaðila sem má flokka í viðskiptavini, starfsfólk, samfélag, stjórnvöld og birgja.

Haustið 2018 fékk félagið ráðgjafafyrirtæki til að taka viðtöl við úrtak hagaðila úr þeim fimm hagaðilahópum sem Isavia hefur skilgreint, þ.e. viðskiptavini, starfsfólk, stjórnvöld, birgja og samfélögin í kringum flugvelli félagsins. Rædd voru málefni sem hagaðilar telja sérstaklega mikilvæg í samstarfi við félagið, væntingar hagaðila til félagsins og þeirra mat á samvinnunni við Isavia.  Á þeim tíma voru niðurstöðurnar kynntar fyrir framkvæmdastjórn fyrirtækisins og ræddar meðal annars m.t.t. vals á markmiðum fyrir árið 2019 í málaflokknum. Sérfræðingar hjá Isavia horfðu á niðurstöðurnar í samræmi við áhersluatriði úr stefnumótun fyrirtækisins og stilltu upp mikilvægustu þáttum út frá því. Lögð var áhersla á þá þætti sem teljast mikilvægir í efni skýrslunnar og við val á markmiðum og úrbótaverkefnum.

Fyrir árið 2020 var ekki ráðist í sérstök viðtöl heldur var framkvæmd viðskiptavinakönnun meðal fyrirtækja viðskiptavina (B2B) félagsins. Niðurstöður úr þeirri rannsókn ásamt greiningu starfsfólks Isavia á nýjustu áherslum flugiðnaðarins í málaflokknum, þróunar í lagaumhverfinu, helstu viðmiðum í samfélagsskýrslugjöf, samanburði við leiðandi fyrirtæki og málefnum sem hópar úr hagaðilaumhverfi félagsins hafa vakið athygli á, voru grunnur að rýni framkvæmdastjórnar á mikilvægustu þáttum í umhverfi Isavia. Það var mat stjórnenda að það væri vanmat á mikilvægi tveggja þátta. Það var talið að ítreka mikilvægi þjónustu og að stafræn tækni og sjálfvirkni yrði að fá aukið vægi. Þetta eru þættir sem skipta miklu máli fyrir Isavia og stærstu viðskiptavini félagsins.

Isavia uppfærir mikilvægisgreiningu sína í samfélagsábyrgð í samræmi við meginreglur skýrslugerðar (Reporting Principles) GRI 101 Foundation standard.

Aðgerðir í loftslagsmálum
Aðgerðir í loftslagsmálum
Góð atvinna og hagvöxtur
Góð atvinna og hagvöxtur
Heilsa og vellíðan
Heilsa og vellíðan
Nýsköpun og uppbygging
Nýsköpun og uppbygging
Samvinna um markmiðin
Samvinna um markmiðin
Sjálfbær orka
Sjálfbær orka
Jafnrétti kynjanna
Jafnrétti kynjanna
Ábyrg neysla og framleiðsla
Ábyrg neysla og framleiðsla

 

Um samfélagsskýrslu

Markmið með útgáfu skýrslunnar er að sýna gagnsæi og gefa dýpri mynd af starfsemi félagsins og áhrifum þess á samfélagið. Með útgáfu skýrslunnar leitast félagið við varpa ljósi á bæði þær áskoranir sem félagið stendur frammi fyrir og þeim árangri sem náðst hefur. Isavia horfir til ISO 26000 í vinnu félagsins í samfélagsábyrgð.

Þær upplýsingar sem birtast í árs- og samfélagsskýrslu Isavia koma úr upplýsingakerfum félagsins og endurspegla þá þekkingu sem félagið hafði þegar skýrslan var rituð. Við ritun og upplýsingaöflun árs- og samfélagsskýrslu Isavia kemur fjöldi starfsfólks víðsvegar að úr fyrirtækinu. Með útgáfu skýrslunnar er ekki gefið í skyn að félagið þekki til fulls áhrif sín á samfélagið, né heldur að samfélagsábyrgð hafi verið að fullu innleidd hjá Isavia.

Allar upplýsingar í skýrslunni eiga við almanaksárið 2019.

Óháður ráðgjafi, Finnur Sveinsson, var fenginn til að rýna GRI tilvísunartöflu skýrslunnar og tryggja gæði upplýsinga. Ársreikningur félagsins var endurskoðaður af Ríkisendurskoðun.

Við fögnum öllum ábendingum um innihald skýrslunnar, enda eru stöðugar umbætur órjúfanlegur hluti af starfsemi okkar. Hér getur þú sent okkur fyrirspurn