Hoppa yfir valmynd

Starfsemi Isavia

TÆKIFÆRI TIL FRAMTÍÐAR

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri, fjallar um starfsemi Isavia og vinnu í samfélagsábyrgð

Starfsemi

Isavia er þjónustufyrirtæki í flugvallastarfsemi og flugleiðsögu og annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi ásamt því að stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Starfsemin skiptir miklu máli fyrir þjóðarhag og starfsfólk félagsins leggur sig fram um að haga störfum sínum á öruggan og skilvirkan hátt í sátt við samfélagið.
Á seinni hluta síðasta árs var skipulagi félagsins breytt þegar flugleiðsöguþjónusta og rekstur innanlandsflugvalla, sem höfðu áður verið svið innan Isavia, voru gerð að dótturfélögum. Stjórn félagsins tók ákvörðun um þessa ráðstöfun á grundvelli þess að um eðlisólíkar rekstrareiningar er að ræða. Með breytingunum fær hver hluti starfseminnar sitt eigið vægi, sína stjórn og tækifæri til að innleiða mismunandi áherslur í starfsemi sinni.

isavia ohf

Móðurfélagið Isavia rekur Keflavíkurflugvöll. Flugvöllurinn er að fullu rekinn á viðskiptalegum forsendum, í hörðu samkeppnisumhverfi og er fjárhagslega sjálfbær. Þar liggja stærstu viðskiptatækifærin en um leið mesta rekstraráhættan.

Skipuriti móðurfélagsins hefur verið breytt á þá leið að kjarnasviðum Keflavíkurflugvallar hefur verið fækkað úr þremur í tvö. Markmiðið með þessum breytingum á kjarnasviðunum er annars vegar að færa þróun flugvallarins nær þörfum viðskiptavinarins og hins vegar að færa þjónustuhugtakið nær daglegum rekstri. Um leið var gerð breyting á stoðsviðum félagsins. Þau eru nú þrjú ásamt skrifstofu forstjóra sem mun fá hlutverk í nýju skipulagi. Stoðsviðin verða nú með skýrari hætti hluti af rekstri Keflavíkurflugvallar en ekki að stærstum hluta þjónustu-einingar eins og verið hefur til þessa.

Annað kjarnasviðið hjá móðurfélaginu heitir viðskipti og þróun. Áherslurnar á því sviði snúa að flugfélögum og leiðarþróun, viðskipta- og markaðsmálum, innviðum og mannvirkjum og að lokum flugvallaþróun og uppbyggingu. Hitt kjarnasviðið heitir þjónusta og rekstur. Áherslurnar á því sviði snúa að flugvernd, þjónustu við farþega, flugvallarrekstri og rekstri flugturns. Þá mun sú stoðeining sem hefur sinnt staðla- og gæðamálum færast undir sviðið.

Nýtt svið stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hefur verið stofnað meðan fjármálasvið og mannauðssvið verða áfram til sem sjálfstæð svið en þó með breyttum áherslum að hluta. Rík áhersla er lögð á það að öll svið móðurfélagsins muni með einum eða öðrum hætti taka að sér verkefni fyrir alla samstæðu Isavia.

Isavia innanlands

Nýtt dótturfélag, Isavia innanlands, sér um rekstur annarra íslenskra flugvalla en Keflavíkurflugvallar. Reksturinn er fjárhagslega ósjálfbær og grundvallast á samningi félagsins við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið sem ákvarðar þjónustustig flugvallanna, rekstur og viðhald, enda um að ræða hluta af almenningssamgöngukerfi sem er í eigu ríkisins. Isavia innanlands rekur alþjóðaflugvellina: Reykjavíkurflugvöll, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Auk þeirra eru níu lendingarstaðir fyrir reglubundið áætlunarflug innanlands. Félagið hefur einnig umsjón með 36 öðrum lendingarstöðum um land allt. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands er Sigrún Björk Jakobsdóttir.

isavia ans

Nýtt dótturfélag, Isavia ANS, veitir flugleiðsöguþjónustu í innanlandsflugi og alþjóðaflugi í efra loftrými yfir Norður-Atlantshafi. Starfsemin grundvallast á milliríkjasamningi við 24 ríki um þjónustu og fjármögnun sem byggir á endurheimtukerfi kostnaðar (e. cost recovery system). Isavia ANS er með starfsleyfi til þess að sjá um flugleiðsögu og flugumferðarþjónustu á Norður-Atlantshafi fyrir hönd Íslands, og á svæði sem er nefnt íslenska flugstjórnarsvæðið. Alþjóða flugmálastofnunin (ICAO) hefur falið sjö ríkjum að sjá um flugumferðarþjónustu yfir þessu svæði, en auk Íslands eru það Bretland, Kanada, Noregur, Bandaríkin, Danmörk og Portúgal. Rétt rúmlega fjórðungur flugumferðar á leið yfir Norður-Atlantshafið fer í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið. Það hefur nokkra sérstöðu meðal úthafssvæða vegna sveigjanleika, bæði hvað varðar flugleiðir og flughæðir.

Tern Systems sem þróar hugbúnað fyrir flugleiðsöguþjónustu og Suluk sem heldur utan um rekstur flugleiðsöguþjónustu á Grænlandi eru dótturfélög Isavia ANS. Framkvæmdastjóri Isavia ANS er Ásgeir Pálsson.

fríhöfnin

Fríhöfnin hefur verið dótturfélag Isavia frá því í upphafi árs 2005. Hún annast verslun með tollfrjálsan varning á grundvelli rekstrarleyfissamnings við móðurfélagið. Með samningnum hefur Fríhöfnin heimild til að stunda verslunarrekstur á brottfarar- og komusvæði Keflavíkurflugvallar með dæmigerðar fríhafnarvörur, s.s. áfengi, tóbak, sælgæti og snyrtivörur. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar er Þorgerður Þráinsdóttir.

Fyrir utan ofangreind dótturfélög á Isavia ohf. félagið Domavia. Aðalskrifstofur Isavia eru á Reykjavíkurflugvelli.

STEFNA ISAVIA

Isavia, sem opinbert hlutafélag, starfar eftir lögum um starfsemina og eigandastefnu ríkisins. Stefna félagsins er mótuð af stjórn og framkvæmdastjórn fyrirtækisins innan þess ramma. Stjórnendum og starfsfólki er ætlað að vinna eftir stefnu fyrirtækisins og ber framkvæmda-stjórn félagsins ábyrgð á framfylgd hennar. Helstu áherslur í stefnu félagsins eru settar fram í stefnupíramída félagsins sem hefur verið breytt lítillega í kjölfar dótturfélagavæðingarinnar. Skerpt hefur verið á hlutverki félagsins sem þjónustufyrirtæki í flugstarfsemi og endurspeglast sú áhersla nú betur í píramídanum.

Stefnupýramídi Isavia


Framkvæmdastjórn isavia

Framkvæmdastjórar kjarnasviða og stoðsviða Isavia, ásamt forstjóra og aðstoðarforstjóra skipa framkvæmdastjórn félagsins. Hjá framkvæmdastjórn eru til umræðu og upplýsinga málefni sem eru stefnumótandi fyrir starfsemi félagsins. Ákvarðanir sem tengjast samfélagsábyrgð, eru í höndum forstjóra og framkvæmdastjórnar félagsins. Stjórn Isavia er upplýst um og fylgist með málefnum tengdum málaflokknum.

FORSTJÓRI iSAVIA

Sveinbjörn Indriðason, fæddur 1972, hagfræðingur, Sveinbjörn var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia frá 2013 þar til í júní 2019 að hann var ráðinn forstjóri Isavia.

aÐSTOÐARFORSTJÓRI

Aðstoðarforstjóri stýrir skrifstofu forstjóra sem annast úrvinnslu sameiginlegra málefna fyrirtækisins og er stjórn til aðstoðar við að tryggja vandaða stjórnarhætti. Elín Árnadóttir fædd 1971, viðskiptafræðingur.  Aðstoðarforstjóri Isavia frá 2010.

Þjónusta og rekstur

Þjónusta og rekstur annast öryggisstjórnun, flugvernd, þjónustu við farþega, flugvallarþjónustu og sér um rekstur flugturnsins á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri er Anna Björk Bjarnadóttir, fædd 1967, íþróttafræðingur. Framkvæmdastjóri frá 2020.

viðskipti og þróun

Viðskipti og þróun annast samskipti við flugfélög og leiðarþróun, viðskipta og markaðsmál, rekstur og uppbyggingu innviða og mannvirkja ásamt flugvallarþróun og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Framkvæmdastjóri er Guðmundur Daði Rúnarsson, fæddur 1979, rekstrarverkfræðingur. Framkvæmdastjóri frá 2016.

Jóhann - Fjármál

Fjármálasvið

Fjármálasvið hefur með höndum reikningshald, fjárstýringu, áhættustýringu, hagdeild, fjármögnun, lögfræðileg málefni og innkaup fyrir félagið. Framkvæmdastjóri er Jóhann Gunnar Jóhannsson, fæddur 1973, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Framkvæmdastjóri frá 2019. 

Arnar - Mannauður og stefnumótun

Mannauður og Stefnumótun

Mannauður og stefnumótun annast mannauðsmál, stefnumótun og samfélagsábyrgð fyrir félagið. Framkvæmdastjóri er Arnar Másson, fæddur 1971, MS í stjórnmálfræði.  Framkvæmdastjóri frá 2019.

Ragnheiður - Stafræn þróun og upplýsingatækni

stafræn þróun og upplýsingatækni

Stafræn þróun og upplýsingatækni hefur með höndum upplýsingatæknirekstur félagsins og leiðir stafræna þróun fyrir félagið. Framkvæmdastjóri er Ragnheiður Hauksdóttir, fædd 1977,  viðskiptafræðingur. Framkvæmdastjóri hjá Isavia frá 2020.