Hoppa yfir valmynd
26.3.2015
Vefsíða opnuð vegna masterplans (þróunaráætlunar) Keflavíkurflugvallar

Vefsíða opnuð vegna masterplans (þróunaráætlunar) Keflavíkurflugvallar

Vinningstillaga í hönnunarsamkeppni um masterplan, þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar, til 2040 var kynnt um síðustu mánaðamót. Það var norska hönnunarstofan Nordic Office of Architecture sem var hlutskörpust. Nú hefur sérstök vefsíða verið opnuð um masterplanið þar sem hægt er að skoða allar tillögur sem sendar voru inn í hönnunarsamkeppnina auk tölfræðilegra forsenda, myndefnis, frétta og fleiri upplýsinga.
Masterplan er áætlun sem tekur á öllu skipulagssvæði flugvallarins og nærumhverfi. Masterplan er að sama skapi stjórntæki sem hagsmunaaðilar geta nýtt sér til stefnumótunar og uppbyggingar. Þar eru uppbyggingaráform Keflavíkurflugvallar kortlögð þannig að vel sé farið með fjármagn flugvallarins í góðu samráði við hagsmunaaðila og nærsamfélag. Masterplan er þannig leiðarljós fyrir alla notendur þar sem unnið er flugvellinum í hag með það fyrir augum að kortleggja æskilega þróun flugvallarins til framtíðar.