Hoppa yfir valmynd
2.3.2023
Árangur í samfelldri lækkun fyrir Keflavíkurflugvöll

Árangur í samfelldri lækkun fyrir Keflavíkurflugvöll

Isavia ANS hefur undanfarin ár unnið að samfelldri lækkun (e. Continuous Descent Approach (CDA)) flugvéla á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli með innleiðingu flugferla byggða á notkun GNSS og verklagsbreytinga fyrir flugumferðarstjóra sem miðað að því að minnka útblástur CO2 og eldsneytiseyðslu auk þess að minnka hávaðmengun í nágrenni vallarins. Mikill árangur hefur náðst eins og sést vel í mælikvörðum Icelandair.

Til að uppfylla skilgreiningu á CDA má ekki stoppa lengur en eina mílu í hæð frá því lækkun hefst (TOD) og niður í 3000 fet nema um sé að ræða „aerodynamic step“ þegar hægt er á vélinni og afl helst undir 50% á meðan.

Þegar litið er á CDA árangur Icelandair í Keflavík má sjá miklar framfarir. Að meðaltali náðist CDA í rúmlega 50% aðflugs að Keflavíkurflugvelli árið 2016 en nú er CDA komið yfir 80%.