
Fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
Árið 2023 eru átta ár liðin frá því að 193 þjóðir Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Ísland, settu sér sameiginleg markmið, alls 17 heimsmarkmið um betri heim, sem í grunninn fela í sér að fyrir árið 2030 takist heimsbyggðinni meðal annars að ná tökum á loftslagsbreytingum, auka jöfnuð og útrýma sárafátækt.
Isavia tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna þann 25. september 2023 með því að flagga fána heimsmarkmiðanna á Keflavíkurflugvelli. Fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi núna í ár.
Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, skólar og sveitarfélög um allan heim, sýni skuldbindingu sína við heimsmarkmiðin og aðgerðirnar sem þau krefjast.
Isavia fylgir sérstaklega fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í stefnu okkar, sem eru eftirfarandi:
Isavia hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu sem félagið gerir og byggir upp sjálfbæran rekstur með því að skapa langtíma virðisauka og þar með leggja sitt að mörkum til hagkerfisins í heild. Félagið sýnir frumkvæði að því að auka sjálfbærni í öllu flugvallarsamfélaginu, fjárfestir í nýsköpun, vinnur að framþróun og stöðugum umbótum í sjálfbærni.