Hoppa yfir valmynd
8.7.2019
Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli í júní

Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli í júní

Heildarfjöldi farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í júní var 787.752. Það er 27,65% minna en á sama tíma í fyrra.

Komu- og brottfararfarþegar í mars voru 527.675. Það er fækkun um sem nemur 13,1% frá því í fyrra. Það er 5,7% meiri fjöldi en gert var ráð fyrir í uppfærðri farþegaspá fyrir Keflavíkurflugvöll sem gefin var út í byrjun júní. Þar var spáð 17,8% fækkun frá því sem var í fyrra.

Skiptifarþegar voru 258.162 í júní en voru 481.175 í júní í fyrra. Það er fækkun um sem nemur 46,3% eða 5% frá uppfærðri farþegaspá fyrir júní. Þar var gert ráð fyrir að skiptifarþegum fækkaði um 43,2 prósent.

Það er því ljóst að skiptifarþegum fækkaði meira en gert var ráð fyrir en komu- og brottfararfarþegum fækkaði ekki eins mikið miðað við uppfærðu farþegaspána.

Erlendir ferðamenn sem fóru um Keflavíkurflugvöll í júní voru 194.912 sem er 16,7% fækkun frá því sem var í júní í fyrra. Uppfærð farþegaspá Isavia gerði ráð fyrir að erlendir ferðamenn í júní yrðu 180.354 og er því niðurstaðan 8,1% betri en gert var ráð fyrir.

Spáð var að íslenskir ferðamenn sem færu um Keflavíkurflugvöll í júní yrðu 64.889 en í raun voru þeir 64.790. Það er 9% fækkun frá fyrra ári og 0,2% meiri fækkun en uppfærð farþegaspá gerði ráð fyrir.

Sætaframboð í júní minnkaði um 27,7% frá því í júní í fyrra. Sætaframboðið á Keflavíkurflugvelli hefur því minnkað um 20,1% á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Sætanýting í nýliðnum júnímánuði var 88% eða súm sama og í júní í fyrra.

Farþegaspá Isavia er byggð á bestu fáanlegum tölum. Eins og fram hefur komið í kynningum vegna farþegaspár 2019 og árin þar á undan, er um spá að ræða og getur hún tekið breytingum og er uppfærð gerist þess þörf.