Hoppa yfir valmynd
27.6.2014
Góður árangur Isavia í WOW Cyclothon

Góður árangur Isavia í WOW Cyclothon

Isavia sveitin kom í mark í gærkvöldi í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni sem fór fram í vikunni. Ferðin gekk afar vel, sveitin var á undan áætlun í mark á u.þ.b. 46 klst en upphafleg áætlun var 52 klst. Í WOW Cyclothon er hjólað hringinn í kringum landið og keppti Isavia í 10 manna flokki.

Sveitin fékk góðar viðtökur á starfsstöðvum Isavia á landsbyggðinni og fengu m.a. höfðinglegar móttökur á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli þegar slökkvibílar af flugvöllunum sprautuðu vatnsboga yfir liðsmenn og hvöttu áfram. Slíkt er yfirleitt hefð á flugvöllum sem virðingarvottur þegar flugvélar lenda við ýmis merkileg tilefni.

Það var síðan mikið um dýrðir þegar Isavia sveitin kom í mark í gærkvöldi. Hópur starfsmanna Isavia tók á móti liðinu er það komi hjólandi að markinu við Rauðavatn og fagnaði vel og lengi. Þaðan hjólaði liðið í hóp niður í Hörpu þar sem tekið var á móti liðsmönnum með blómvöndum og kampavíni.

Isavia óskar sveitinni innilega til hamingu með þennan frábæra árangur!  

Slökkvibíll Akureyrarflugvallar sprautar vatnsboga við komu Isavia sveitarinnar

Hið sama var uppi á teningnum á Egilsstöðum

Isavia sveitin mætir í höfuðborgina

Mikill fögnuður braust út við komuna á Rauðavatni

Sveitin kemur í mark í Hörpunni

Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia óskar liðsmönnum til hamingju og færir þeim blóm

Glaðir og lúnir liðsmenn við endamarkið