Hoppa yfir valmynd
21.7.2016
Hætt við fyrirhugaða verðhækkun á flugmálahandbók

Hætt við fyrirhugaða verðhækkun á flugmálahandbók

Aip appið er notendum að kostnaðarlausu og það hefur notið mikilla vinsælda á meðal flugmanna síðan það kom út.

Hætt hefur verið við fyrirhugaða verðhækkun á útprentuðum gögnum upplýsingaþjónustu flugmála, Flugmálahandbók Íslands (AIP), leiðakortum og fleira. Þeir reikningar sem sendir hafa verið til áskrifenda verða ógildir og nýir sendir í staðinn. 

Það er jákvætt að eftirspurn eftir prentuðum gögnum hefur minnkað. Gjaldfrjáls, rafræn útgáfa hefur aukist mikið auk þess sem nýútgefið AIP app hefur vakið mikla lukku hjá flugmönnum og fjölmargir hafa hlaðið því niður.

Flugmálahandbók Íslands verður gefin út á pappír út árið 2016, en óvíst er um hversu mikið lengur prentútgáfan verður gefin út, enda er útgáfan mjög kostnaðarsöm. Rafræna útgáfan hefur nú þegar yfirhöndina hvað notkun varðar og við hvetjum alla sem hafa ekki nú þegar hlaðið niður appinu að kynna sér kosti þess.

Nánari upplýsingar um appið