Hoppa yfir valmynd
25.1.2019
ISAVIA OG TERN SYSTEMS Á FRAMADÖGUM

ISAVIA OG TERN SYSTEMS Á FRAMADÖGUM

Framadagar voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 24. febrúar. Isavia og Tern Systems, dótturfyrirtæki Isavia, kynntu þar starfsemi sína og fyrir áhugasömum nemendum og öðrum gestum. Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli voru meðal þess sem kynnt var sem og nám í flugumferðarstjórn.

Framadagar eru árlegur viðburður, skipulagður af AIESEC. Megintilgangur Framadaga er að gefa ungu fólki á Íslandi tækifæri til þess að komast í kynni við íslenskt atvinnulíf og önnur fjölbreytt tækifæri víðs vegar um heim.

Á Framadögum gefst háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumarstörfum, framtíðarstörfum og verkefnavinnu. Viðburðurinn er vel sóttur og var engin breyting á því í ár.

Þetta var í sjöunda sinn sem Isavia kynni starfsemi sína á Framadögum og var það mat þeirra sem mönnuðu bása Isavia og Tern Systems að vel hefði tekist til að þessu sinni og fjölmargir áhugasamir nemendur og aðrir gestir hefðu kynnt sér starfsemi Isavia og framboð á fjölbreyttum störfum á vettvangi fyrirtækisins.