Hoppa yfir valmynd
24.1.2024
Nýtt fyrirkomulag á söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli

Nýtt fyrirkomulag á söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur (KEF) leggur mikla áherslu á jafnt aðgengi góðgerðarsamtaka að flugstöðinni til mögulegrar fjáröflunar fyrir góð málefni. Lengi hefur verið þörf á að breyta því fyrirkomulagi söfnunarbauka sem hingað til hefur verið við lýði þannig að jafnræði meðal samtaka og gangsæi við val á þeim sé tryggt. Fjöldamörg félagasamtök hafa á síðustu árum sóst eftir að komast að í flugstöðinni og hafa nú tækifæri til þess með breyttum reglum um söfnunarbauka í KEF.

Góðgerðarfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni geta nú sótt hér um að vera með söfnunarbauk í KEF en úthlutað er á hverju ári. Í byrjun mars verða fjögur góðgerðarfélög dregin út úr hópi þeirra sem sækja um og fá úthlutað söfnunarbauk til eins árs ásamt staðsetningu í flugstöðinni. Þau félög sem fá úthlutað bauk geta síðan ekki sótt um í næstu úthlutun þar á eftir. Keflavíkurflugvöllur útvegar söfnunarbaukana og merkir viðkomandi góðgerðarsamtökum.

Sækja þarf um söfnunarbauk fyrir árið 2024 og 2025 fyrir 1. mars 2024.