Hoppa yfir valmynd

Umsókn um söfnunarbauk á Keflavíkurflugvelli

Góðgerðarfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni geta sótt um að vera með söfnunarbauk á Keflavíkurflugvelli. Úthlutað er á hverju ári. Sækja þarf um söfnunarbauk fyrir árin 2024 og 2025 fyrir 1. mars 2024. Í byrjun mars verða dregin út fjögur góðgerðarfélög og verður haft samband við þá aðila í framhaldinu.

Úthlutunarferlið fer þannig fram að dregið verður um fjóra aðila sem fá úthlutað söfnunarbauk til eins árs í senn ásamt staðsetningu í flugstöð. Þeir sem fá úthlutað söfnunarbauk geta ekki sótt um bauk við næstu úthlutun.

Isavia útvegar söfnunarbauka og merkir þá viðkomandi aðilum.

Vinsamlegast fyllið út eftirfarandi upplýsingar:

Tengiliður góðgerðarfélags

Isavia notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram á eyðublaði þessu, s.s. nafn, netfang og símanúmer í þeim tilgangi að vinna úr umsóknum og auðkenna umsækjendur. Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila. Að umsóknarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia má finna hér.