Hoppa yfir valmynd

Vegabréfaeftirlit og Schengen

Vegabréfaeftirlit

Þegar þú ferðast um á Schengen svæðinu þarftu ekki að framvísa vegabréfinu þínu á landamærum. Þú þarft hins vegar að hafa meðferðis gild persónuskilríki. Því er mikilvægt að íslenskir ferðamenn hafi ávallt vegabréf sitt meðferðis þar sem engin önnur raunveruleg persónuskilríki eru gefin út hér á landi. Einnig ber að hafa í huga að flugfélög geta krafist þess að ferðamenn framvísi vegabréfum áður en gengið er um borð í flugvél.

Ef þú ert að ferðast utan Schengen, þ.e. til Bretlands, Írlands og Norður-Ameríku þarftu að fara í gegnum vegabréfaeftirlit við brottför og komu til landsins. Sjá nánari upplýsingar um Schengensvæðið 

Kerfisbundin skoðun á ferðaskilríkjum

Ákvæði EU reglugerðar nr.  2017/458 var innleidd við framkvæmd  landamæraeftirlits á ytri landamærum á Keflavíkurflugvelli frá og með 7. október 2017. Megin breytingin  kveður á um það að allir þeir sem fara um ytri landamærin skulu sæta kerfisbundinni skoðun á ferðaskilríkjum og skal gildi skilríkja kannað með samanburði í tilteknum gagnagrunnum með upplýsingum um stolin, týnd eða ógild ferðaskilríki, innlendum sem erlendum (Interpol stolen and lost documents) Þá ber að fletta öllum upp í Schengen upplýsingakerfinu. Gera má ráð fyrir því að þessi breyting hafi áhrif á meðalafgreiðslutíma farþega sem fara um landamærin.

Ákvæði EU reglugerðar nr. 399/2016 verður innleidd við framkvæmd landamæraeftirlits frá og með 1. nóvember 2017 en sú breyting felur í sér eftirfarandi:

  1. Útlendingur (erlendur ríkisborgari sem er ekki EES-EFTA útlendingur) sem hyggst dvelja á Schengen svæðinu þarf að framvísa ferðaskilríkjum sem skal hafa verið gefið út á sl. 10 árum til þess að það teljist gilt.
  2. Gildistími vegabréfs útlendings (erlendur ríkisborgari sem er ekki EES-EFTA útlendingu) skal vera í a.m.k. þrjá mánuði umfram brottfarardag.

Útrunnið vefabréf

Fyrir allar nánar upplýsingar um hvernig skal bera sig að fyrir endurnýjun vegabréfs bendum við á Sýslumann - Sækja um vegabréf.