Hoppa yfir valmynd
Hraðferð: bókaðu þinn tíma í öryggisleit

Pantaðu tíma í öryggisleit þér að kostnaðarlausu

Nú er hægt að panta tíma í öryggisleit og sleppa við röð. Hægt er að panta tíma allt að 72 tímum fyrir flug eða við komuna í flugstöðina. Við mælum með að þú gefir þér að minnsta kosti 2 tíma á flugvellinum og pantir tíma í samræmi við það. Bókaðu Hraðferð hér.

Öryggisleit

Hvað þarf að hafa í huga þegar farið er í gegnum öryggisleit?


Eftir að þú hefur innritað þig ferðu upp á 2. hæð í öryggisleitina en fyrst þarftu að fara í gegnum aðgangsstýringarhlið með því að skanna brottfararspjaldið.

Allur vökvi þarf að vera í sérstökum glærum plastpoka sem hægt er að loka og má hver eining í pokanum vera 100 millilítrar eða minna. Heildarmagnið í pokanum þarf að vera undir einum lítra. Þú getur fengið plastpoka fyrir vökvann áður en þú ferð í gegnum öryggisleit.

Auk vökva þurfa fartölvur og stærri raftæki, yfirhafnir, belti og skór að fara í þar til gerðan bakka sem er skannaður.


Hvað fer í bakkann?

  • Vökvi: Plastpoki með vökva fer í bakkann.
  • Fartölvur og stærri raftæki: Símar, spjaldtölvur, snjallúr og stærri raftæki fara í bakkann.
  • Belti, yfirhafnir og skór: Mikilvægt er að tæma alla vasa áður en farið er í gegnum öryggishlið. Yfirhafnir, skór og belti fara í bakkann.

Ef bannaðir hlutir eða aðrir hlutir sem ekki má hafa meðferðis finnast í handfarangri er þér gefinn kostur á að innrita hlutina svo framarlega sem þeir mega fara í flug. Aðstaða til að geyma bannaða hluti er ekki fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli.