Hoppa yfir valmynd

Umsókn um söfnunarbauk á Keflavíkurflugvelli


Góðgerðarfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni geta sótt um að vera með söfnunarbauk á Keflavíkurflugvelli. Úthlutað er á hverju ári. Sækja þarf um söfnunarbauk fyrir árin 2024 og 2025 fyrir 1. mars 2024. Í byrjun mars verða dregin út fjögur góðgerðarfélög og verður haft samband við þá aðila í framhaldinu.

Úthlutunarferlið fer þannig fram að dregið verður um fjóra aðila sem fá úthlutað söfnunarbauk til eins árs í senn ásamt staðsetningu í flugstöð. Þeir sem fá úthlutað söfnunarbauk geta ekki sótt um bauk við næstu úthlutun.

Isavia útvegar söfnunarbauka og merkir þá viðkomandi aðilum.

Lokað hefur verið fyrir umsóknir styrkja fyrir árið 2024.