Hoppa yfir valmynd

Veitingatækifæri

Grab´n Go, Delicatessen (sælkeraverslun) og snjall-sjálfsala tækifæri í norður- og suðurbyggingu

Isavia leitar að öflugum rekstraraðila til að taka þátt í útboði varðandi rekstur á tveimur Grab´n Go verslunum, sælkeraverslun og snjall-sjálfsölum. Grab´n Go verslanirnar verða á tveimur svæðum á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar á 2. hæð norðurbyggingar við hlið sælkeraverslunarinnar (Delicatessen) sem einnig er partur af þessu tækifæri og hins vegar á 1. hæð suðurbyggingar (non-Schengen). Snjall-sjálfsalarnir verða á sjö mismunandi staðsetningum innan haftasvæði flugvallarins. Sérstaklega er leitað eftir aðila sem býr yfir mikilli fagmennsku í rekstri og getur brugðist skjótt og vel við breytilegum aðstæðum þar sem flugvöllurinn er flókið rekstrarumhverfi.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögnin voru gefin út 14. september sl. og útboðsferlið er því hafið.


Fimm nýir veitingastaðir bætast við veitingaflóru Keflavíkurflugvallar

Lagardère Travel Retail reyndist hlutskarpast í útboði á rekstri „Food Market“ á Keflavíkurflugvelli og stefnt er að opnun veitingastaðanna á næsta ári. 

Þrír veitingastaðir munu rísa í aðalbyggingu flugvallarins á nýju veitingasvæði til austurs, þar sem hlýleg, notaleg og afslöppuð upplifun verður í fyrirrúmi. Þetta eru staðirnir Yuzu, La Trattoria og Zócalo.

Á 1. hæð í suðurbyggingu flugvallarins mun nýr íslenskur veitingastaður opna, Keflavík Diner, og veitingastaðurinn Sbarro sem er mörgum góðkunnur.

Sjá nánari upplýsingar


Loksins Café & Bar og Bakað

Lagardère, átti hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri kaffihúsa á Keflavíkurvelli og stefnt er að opnun þeirra á þessu ári. Loksins Café & Bar verður  á  2. hæð í suðurbyggingu og Bakað  verður á tveimur svæðum; 1. og 2. hæð norðurbyggingar.

Sjá nánari upplýsingar


Tveir nýir veitingastaðir á 2. hæð norðurbyggingar

SSP í Noregi, hluti af alþjóðlega fyrirtækinu SSP Group, átti hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri tveggja veitingastaða sem opnaðir verða á Keflavíkurflugvelli um vorið 2023.

Fyrirtækið mun reka veitingastað í samstarfi við íslenska fyrirtækið Jómfrúnna og hefja rekstur á bístró-stað undir nafninu Elda þar sem meistarakokkurinn Snorri Victor Gylfason mun sjá um þróun og hönnun á öllum réttum.

Sjá nánari upplýsingar