Hoppa yfir valmynd

FYRIR BÖRNIN

Allt sem þú þarft að vita þegar þú ferðast með börn um Keflavíkurflugvöll

Ferðlagið hefst á flugvellinum

Þrátt fyrir að biðtíminn á flugvellinum geti verið svolítið krefjandi fyrir börnin þá
höfum við tryggt skemmtun fyrir bæði stóra og smáa gesti okkar.Mæta tímanlega

Þegar ferðast er með börn mælum við með því að mæta tímanlega á flugvöllinn. Þannig forðastu mögulega streitu og byrjar ferðina með hugarró og tíma til að njóta þín.

Fylgdu fluginu þínu í appinu ef þú hefur innritaðan farangur. Þannig geturðu fylgst með því hvenær þú getur innritað farangurinn.Barnakerrur

Vissir þú að hægt er að fá lánaða barnakerru á flugvellinum? Þannig geturðu innritað þína kerru en fengið lánaða kerru á meðan dvöl þinni á flugvellinum stendur.

Kerrurnar er hægt að finna víðsvegar um flugstöðina og öllum farþegum er frjálst að grípa til þeirra sé þeirra þörf.

Leiksvæði á Keflavíkurflugvelli


Leiksvæði

Inni á verslunar- og veitingarými flugvallarins er barnakastali fyrir litlu farþegana.

Einnig er leiksvæði staðsett við hlið C í Suðurbyggingu. Á svæðinu er einnig veitingasala og setusvæði fyrir farþega. 


litabækur og litir


Litabækur

Litir og og litabækur eru í boði fyrir flugið. Börnin geta náð sér litabækur í sérstökum stöndum sem finna má nálægt leiksvæðinu eftir innritun.


fast track


Hraðleið að öryggisleit

Fjölskyldur með börn undir 2 ára aldri geta notað fjölskylduakreinina í gegnum öryggiseftirlitið. Leitaðu að litla fjölskyldutákninu sem staðsett er að ofanverðu rétt áður en farið er í gegnum öryggisleit. Starfsmaður öryggisleitar vísar ykkur svo í gegn. Vinsamlega hafið brottfjararspjöld tilbúin.

Algengar spurningar

Til að mæta þörfum barnsins alla ferðina er barnamatur undanþeginn vökvatakmörkunum. Leyfilegt er að hafa eftirfarandi meðferðis í handfarangi í meira en 100 ml magni -

  • Barnamat
  • Poka með mauki og smoothie
  • Þurrmjólk og nauðsynlegt vatn
  • Sjóðandi vatn

Skoða nánar fyrir upplýsingar um öryggisleit

Það er ákvörðun hvers flugfélags hvort koma megi með barnakerru um borð í flugvélina. Mikilvægt er að kynna sér reglur þess flugfélags sem flogið er með fyrir brottför. Í mörgum tilfellum þarf að innrita barnakerrur og -vagna sem sérstærðarfarangur (e. odd-size baggage).

Hafa samband við þitt flugfélag

Yfirleitt þarf að innrita bílstóla sem sérstærðarfarangur. Það eru flugfélögin sem setja reglur um hvaða farangur skuli innritaður og hvað megi koma með inn í farþegarými flugvélarinnar. Vinsamlega athugaðu reglurnar hjá þínu flugfélagi fyrir brottför.
Hafðu samband við þitt flugfélag

Barnakerrur og -vagnar falla undir sérstærðarfarangur (e. odd size baggage) og eru innritaðar á sérstöku svæði í innritunarsal.

Nei, það er ekki hægt að panta þær fyrirfram, en þær er að finna víðsvegar um flugstöðina og öllum farþegum er frjálst að grípa til þeirra sé þeirra þörf. Fyrsti staður sem hægt væri að finna þær er undir stiganum sem leiðir að öryggisleitinni.

Uppgötvaðu meira