
STÖÐUGUR VÖXTUR - SPENNANDI FRAMTÍÐ
Keflavíkurflugvöllur var lagður af Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og var opnaður 23. mars 1943. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengt landið við Evrópu og Norður-Ameríku.
Frá því flugstöðin á Keflavíkurflugvelli var vígð árið 1987 hefur ótrúlega margt breyst. Fjöldi farþega hefur margfaldast og mikil uppbygging átt sér stað á flugvellinum. Áfram gera spár ráð fyrir enn meiri vexti. Fjölgun farþega hefur kallað á stækkun mannvirkjanna sem hefur farið fram í nokkrum áföngum og mun halda áfram næstu árin.
Kort
Hér geturðu séð staðsetningu flugvallarins á korti. Það er ýmislegt í boði í nærumhverfi flugvallanna, áhugaverðir staðir og þjónusta.