Hoppa yfir valmynd

Rútur

Skipulagðar áætlanaferðir/rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkur eru í boði fyrir hvert flug. Mælt er með því að bóka miða fyrir fram.

FLYBUS

Flugrútan hefur för frá Umferðamiðstöðinni BSÍ samkvæmt tímatöflu.

Á leiðinni til Keflavíkurflugvallar eru farþegar teknir upp við Aktu taktu í Garðabæ og við Fjörukrána í Hafnarfirði.

Farþegar eru beðnir um að fylgjast með brottfarartíma á skjám í flugstöðinni eða leita upplýsinga hjá upplýsingaborði Flugrútunnar sem er staðsett í komusal. Endastöð Flugrútunnar í Reykjavík er á Umferðamiðstöð BSÍ, en á leiðinni er stoppað við Fjörukrána í Hafnarfirði og við Aktu taktu í Garðabæ, sé þess óskað við brottför frá Keflavík.

AIRPORT DIRECT

Airport Direct ekur á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og umferðarmiðstöðvar Airport Direct, Reykjavik Terminal, staðsett í Skógarhlíð 10, 105 Reykjavik. Rútan stöðvar einu sinni á leiðinni, í Hamraborg, Kópavogi. Möguleiki er á að bæta við tengingu við hótel og strætóstoppistöðvar þar sem farþegar eru sóttir eða skutlað á það hótel sem þeir óska eftir.

Airport Direct býður einnig uppá þjónustu sem er keyrð í 8 manna rútum. Sú þjónusta er ætíð beint að dyrum ef gist er miðsvæðis. Auk þess þurfa viðskiptavinir ekki að skipta um rútu á leiðinni.

Allar brottfarir eru samkvæmt áætlun Airport Direct.  Hægt er að kaupa miða í miðasölu Airport Direct, sem staðsett er í komusal beint af augum þegar komið er út í gegnum tollhlið.