Hoppa yfir valmynd

Rútur

Taktu rútuna til og frá Keflavíkurflugvelli. Tvö rútufyrirtæki sinna ferðum mill Reykjavíkur og flugvallarins, Flybus og Airport Direct. Við mælum með því að bóka miða fyrirfram.

AIRPORT DIRECT

Airport Direct ekur á milli Keflavíkurfluvallar og umferðarmiðstöðvar Airport Direct, Reykjavik Terminal sem er staðsett í Skógarhlíð 10, 105 Reykjavik. Allar brottfarir eru samkvæmt tímatöflu.

Rútan stöðvar einu sinni á leiðinni, í Hamraborg, Kópavogi. Möguleiki er á að bæta við tengingu við hótel og strætóstoppistöðvar þar sem farþegar eru sóttir eða skutlað á það hótel sem þeir óska eftir.

Hægt er að kaupa miða í miðasölu Airport Direct, sem staðsett er í komusal beint af augum þegar komið er út í gegnum tollhlið.

Bóka miða

Nánari upplýsingar

FLYBUS

Flugrútan Flybus keyrir milli  BSÍ og Keflavíkurflugvallar samkvæmt tímatöflu.

Flybus stoppar við Aktu taktu í Garðabæ og við Fjörukrána í Hafnarfirði og á einstökum gististöðum og biðstöðvum.

Farþegar geta leitað upplýsinga hjá upplýsingaborði Flugrútunnar sem er staðsett í komusal. 

Hægt er að kaupa miða í Flugrútuna í sjálfsölum á Keflavíkurflugvelli en ekki um borð í Flugrútunni. Sjálfsalarnir eru staðsettir í töskusal áður en farið er í gegnum tollahlið.

Bóka miða

 

Nánari upplýsingar