Hoppa yfir valmynd

Verslunartækifæri

Keflavíkurflugvöllur er skipulagður af kostgæfni og rekinn með sjálfbærni í huga. Við bjóðum upp á frábært úrval verslana og veitingastaða þar sem allir farþegar geta fundið eitthvað við sitt hæfi á góðu verði.

Verslun í komusal Keflavíkurflugvallar

Isavia leitar að öflugum rekstraraðila til að taka þátt í útboði á rekstri verslunar á 1. hæð í komusal Keflavíkurflugvallar. Sérstaklega er leitað eftir aðila sem býr yfir mikilli fagmennsku í rekstri og getur brugðist skjótt og vel við breytilegum aðstæðum þar sem flugvöllurinn er flókið rekstrarumhverfi.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögnin voru gefin út 27.mars sl. og útboðsferlið er því hafið.


Grab´n Go, Delicatessen (sælkeraverslun) og snjall-sjálfsala tækifæri í norður- og suðurbyggingu

SSP átti hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri Grab´n Go, Delicatessen og snjall-sjálfsölum  á Keflavíkurflugvelli. Stefnt er á að rekstur hefjist á fjórða ársfjórðungi þessa árs.

Fyrirtækið mun reka sitthvora Grab´n Go verslunina, aðra á 2.hæð í norðurbyggingu og hina á 1.hæð í suðurbyggingu.

Einnig munu þau reka snjall-sjálfsala á sjö staðsetningum í flugstöðinni ásamt sælkeraverslun við hliðina á Grab´n Go versluninni í norðurbyggingunni.


Fjármálaþjónusta

ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum.Skoða útboðsvef