Hoppa yfir valmynd

Vildarþjónusta

Hvað felst í vildarþjónustunni?

Farþegum stendur til boða að kaupa vildarþjónustu sem auðveldar för um flugvöllinn. Þjónustan getur meðal annars falist í eftirfarandi:

  • Persónuleg aðstoð
  • Fylgd í gegnum flugvöllinn
  • Hraðleið í öryggisleit
  • Aðstoð við innritun
  • Aðstoð við endurheimt farangurs
  • Aðstoð við vegabréfaskoðun
  • Aðstoð við verslun og veitingaþjónustu á fríhafnarsvæði
  • Aðstoð við endurgreiðslu á virðisaukaskatti

Þjónustan er í boði fyrir alla farþega, komu,- brottfara,- og tengifarþega og er kjörin fyrir fólk sem ferðast sjaldan, ferðast með mikinn farangur eða einfaldlega farþega sem vilja létta sér ferðalagið og fá reynda þjónustuaðila til að aðstoða sig.


Viðbótarþjónusta

Hraðleið í öryggisleit og önnur þjónusta

Flugfélög bjóða farþegum sínum upp á að kaupa ýmiss konar viðbótarþjónustu. Meðal annars hraðleið um öryggisleit og móttöku, fylgd og aðstoð innan vallarins.

Hraðleið í öryggisleit er í boði endurgjaldslaust fyrir farþega sem nota hjólastól, farþega sem eiga erfitt með gang, fjölskyldur með ung börn og börn með sérþarfir.

Kannaðu hvaða þjónusta er í boði hjá þínu flugfélagi.


Eftirtalin fyrirtæki bjóða vildarþjónustu



Akstursþjónustan ehf.

Vefsíða: www.primetours.is

Netfang: contact@primetours.is