Hoppa yfir valmynd

Viðskipti

Keflavíkurflugvöllur er dýnamískur og spennandi staður að vera á. Mikil viðskipti eiga sér stað á svæðinu en um helmingur farþega á leið úr landi kaupa sér veitingar og um 60% vörur. Framundan eru miklar stækkanir og breytingar á aðal verslunarsvæðinu sem munu auka verulega á þjónustu við farþega.

Við munum bjóða út spennandi tækifæri í verslunar- og veitingaþjónustu á næstu misserum og leitum sérstaklega eftir viðskiptafélögum sem hafa að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu og gæði, geta starfað í flóknu viðskiptaumhverfi og brugðist hratt við síbreytilegum aðstæðum og hafa sjálfbærni að leiðarljósi.