Hoppa yfir valmynd
18.2.2022
Pop-up verslunarrými á einum fjölfarnasta stað Íslands

Pop-up verslunarrými á einum fjölfarnasta stað Íslands

Við auglýsum laus „pop-up“ rekstrarrými á Keflavíkurflugvallar. Rýmin sem um ræðir bjóða upp á fjölbreyttan rekstur; svo sem sölu á vörum og veitingum,  fræðslu, upplifunum o.fl. Um er að ræða takmarkað framboð svæða og staðsetninga.

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars ef hefja á rekstur sumar 2022 og samningstími er frá einum til tólf mánaða á tímabilinu apríl 2022 til ársins 2027. Umsækjendur verða boðnir í viðtöl eftir þörfum til að fylgja eftir umsóknum sínum.

Við val á viðsemjendum verður horft til þess að aðilar í tímabundnum rekstri auki við fjölbreytni í þjónustu á svæðinu. Sérstaklega verður horft til aðila  sem geta boðið uppá tengingu við íslenska menningu ásamt hverskonar upplifun fyrir farþega. 

Framundan er mesta uppbyggingarskeið í sögu Keflavíkurflugvallar.  Því fylgja ný og spennandi tækifæri fyrir enn betri flugstöð.