Hoppa yfir valmynd
30.1.2024
Sólblómabandið á fjórum innanlandsflugvöllum

Sólblómabandið á fjórum innanlandsflugvöllum

Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur ákveðið að bjóða upp á nýja þjónustu fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir eða skerðingar á fjórum innanlandsflugvöllum á landinu. Á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðaflugvelli, Ísafjarðarflugvelli og Reykjavíkurflugvelli verður boðið upp á sólblómabandið svokallaða sem hefur verið í boði á Keflavíkurflugvelli.

Fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir eða skerðingar s.s. heilabilun eða einhverfu getur verið erfitt, flókið og kvíðvænlegt að fara í gegnum flugstöð. Fólki úr þessum hópum stendur því til boða að fá sólblómabandið til að bera um hálsinn á ferð sinni um flugvellina fjóra. Starfsfólk flugvallanna er þannig upplýst um það að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi.

Hægt er að nálgast sólblómaböndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila á flugvöllunum. Ekki þarf að panta sólblómbandið fyrir komu á viðkomandi flugvöll.

Nánari upplýsingar um sólblómabandið má finna á vef hvers flugvallar fyrir sig:

Akureyrarflugvöllur

Egilsstaðaflugvöllur

Ísafjarðarflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur