Hoppa yfir valmynd
25.3.2020
Takmarkað þjónustustig á Keflavíkurflugvelli

Takmarkað þjónustustig á Keflavíkurflugvelli

Þjónustustig í verslunum og veitingum á Keflavíkurflugvelli er nú takmarkað sökum lítillar flugumferðar. Á aðalverslunarsvæði flugstöðvarinnar er alltaf opið í Fríhafnarverslun og á Mathúsi, þegar flug eru. Farþegar geta því alltaf gengið að því vísu að geta keypt veitingar á flugvellinum til að borða á staðnum og taka með í nesti. Aðrir veitingastaðir hafa lokað. Bláa Lónið, Optical Studio og Pure food sælkeraverslun hafa lokað a.m.k. fram yfir páska en margar aðrar sérverslanir eru enn með opið á á morgnana og fram eftir degi eftir flugumferð.

Á öðrum þjónustusvæðum er verulega takmarkað verslunar- og veitingaframboð. Við biðjum farþega velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem þetta kann að valda.

Nánari upplýsingar um viðbrögð á Keflavíkurflugvelli vegna COVID19 má finna hér