Hoppa yfir valmynd

Viðbrögð við COVID-19 á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur hefur ekki farið varhluta af áhrifum vegna útbreiðslu Covid-19 hér á landi og víða um heim. Isavia, rekstraraðili flugvallarins, hefur unnið náið með Landlæknisembættinu, Almannavörnum og embætti sóttvarnalæknis um viðbrögð vegna þessa.

Til þess að lágmarka smithættu, m.a. á Keflavíkurflugvelli, hefur verið gripið til ýmissa aðgerða:


Farþegar og viðskiptavinir Isavia eru hvattir til að fara inn á upplýsingavef Almannavarna og Landlæknisembættisins, www.covid.is þar sem finna má frekari upplýsingar um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda á Íslandi vegna veirunnar.


Þjónusta í flugstöðinni

Þjónustustig í verslunum og veitingum á Keflavíkurflugvelli er nú takmarkað sökum lítillar flugumferðar. Á aðalverslunarsvæði flugstöðvarinnar er alltaf opið í Fríhafnarverslun og á Mathúsi, þegar flug eru. Farþegar geta því alltaf gengið að því vísu að geta keypt veitingar á flugvellinum til að borða á staðnum og taka með í nesti. Aðrir veitingastaðir hafa lokað. Bláa Lónið, Optical Studio og Pure food sælkeraverslun hafa lokað a.m.k. fram yfir páska en margar aðrar sérverslanir eru enn með opið á á morgnana og fram eftir degi eftir flugumferð.

Á öðrum þjónustusvæðum er verulega takmarkað verslunar- og veitingaframboð. Við biðjum farþega velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem þetta kann að valda.

Vert er að benda á að Icelandair hefur hætt veitingaþjónustu um borð en leyfilegt er að hafa með sér nesti t.d. frá veitingastöðum flugstöðvarinnar.  Norwegian hefur takmarkað veitingasölu við fyrirframpöntun og hætt vörusölu. Þá hefur British Airways tilkynnt um að engin verslun né veitingasala er um borð í flugvélum á leið til Evrópu.  Hægt er að hafa samband við einstaka verslun eða veitingastað í flugstöðinni til að athuga með opnun þegar ferðast er.

Upplýsingar um verslanir og veitingastaði 

Búast má við skertu framboði hjá hópbifreiðafyrirtækjum sem keyra til og frá flugvelli ásamt leigubifreiðum sökum færri fluga. Við hvetjum farþega til að fylgjast vel með áætlunum þeirra hópbifreiðafyrirtækja sem aka til og frá flugvellinum. Bílaleigur hafa takmarkað opnunartíma sinn í flugstöðinni. Við biðum þá farþega sem ætla að nýta sér þjónustu þeirra að hafa beint samband við viðkomandi bílaleigu til að kanna opnunartíma. 

Upplýsingar um samgöngur frá flugvellinum  

Upplýsingar um leigubíla  

Við hvetjum farþega til að bóka bílastæði á vefnum og nýta sér það að fá QR kóða sendan í símann sem notaður er til að komast inn og út af hliðum. Þannig má lágmarka snertingu þegar ekið er inn og út af stæðum.  Lagning – bílastæðaþjónusta verður tímabundið ekki í boði, þetta gildir fram til 1.júní 2020. Þetta er gert til þess að tryggja öryggi farþega og starfsmanna vegna Covid 19 veirunnar. Við hvetjum þá sem eru að skutla eða sækja á flugvöllinn til að nýta sér það að fyrstu 15 mínúturnar eru fríar á skammtímastæðum við brottför og komu. 

Bóka bílastæði 

Spurt og svarað