Hoppa yfir valmynd

Viðbrögð við COVID-19 á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur hefur ekki farið varhluta af áhrifum vegna útbreiðslu Covid-19 hér á landi og víða um heim. Isavia, rekstraraðili flugvallarins, hefur unnið náið með Landlæknisembættinu, Almannavörnum og embætti sóttvarnalæknis um viðbrögð vegna þessa.

SÝNATAKA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI FRÁ 15. JÚNÍ

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem komi til landsins farið í Covid-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Farþegar geti valið hvort þeir gangist undir slík próf, framvísi vottorðum um sýnatöku erlendis eða fari í tveggja vikna sóttkví.
Nánari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins. 

Verkefnisstjórn hefur verið falinn undirbúningur að sýnatöku hjá komufarþegum. Sjá nánari upplýsingar um verkefnisstjórnina.

Til þess að lágmarka smithættu, m.a. á Keflavíkurflugvelli, hefur verið gripið til ýmissa aðgerða:


Farþegar og viðskiptavinir Isavia eru hvattir til að fara inn á upplýsingavef Almannavarna og Landlæknisembættisins, www.covid.is þar sem finna má frekari upplýsingar um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda á Íslandi vegna veirunnar.


Þjónusta í flugstöðinni

Þjónustustig í verslunum og veitingum á Keflavíkurflugvelli er nú takmarkað sökum lítillar flugumferðar. Á aðalverslunarsvæði flugstöðvarinnar er alltaf opið í Fríhafnarverslun tengt flugi og á Mathúsi eru sjálfssalar. Farþegar geta því alltaf gengið að því vísu að geta keypt veitingar á flugvellinum til að borða á staðnum og taka með í nesti. Aðrir veitingastaðir hafa lokað. Nokkrar verslanir eru með opið á morgnana og fram eftir degi tengt flugumferð, aðrar hafa lokað tímabundið. Við biðjum farþega velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem þetta kann að valda. 

Vert er að benda á að Icelandair býður öllum farþegum vatnsflösku þegar stigið er um borð og býður upp á mat í lengri flugferðum. Leyfilegt er að taka með sér veitingar úr flugstöðinni . 

Sökum lítillar flugumferðar liggja skipulagðar rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli niðri. Nánar upplýsingar má finna inni á vefsíðum hópferðafyrirtækja hér að neðan. Bílaleigur hafa takmarkað opnunartíma sinn í flugstöðinni. Við biðjum þá farþega sem ætla að nýta sér þjónustu þeirra að hafa beint samband við viðkomandi bílaleigu til að kanna opnunartíma. 

Við hvetjum farþega til að bóka bílastæði á vefnum og nýta sér það að fá QR kóða sendan í símann sem notaður er til að komast inn og út af hliðum. Þannig má lágmarka snertingu þegar ekið er inn og út af stæðum.  Lagning – bílastæðaþjónusta verður tímabundið ekki í boði, þetta gildir fram til 1.júní 2020. Þetta er gert til þess að tryggja öryggi farþega og starfsmanna vegna Covid 19 veirunnar. Við hvetjum þá sem eru að skutla eða sækja á flugvöllinn til að nýta sér það að fyrstu 15 mínúturnar eru fríar á skammtímastæðum við brottför og komu. 

Spurt og svarað