Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar um Covid-19 tengt Keflavíkurflugvelli

Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, vinnur náið með Landlæknisembættinu, Almannavörnum og embætti sóttvarnalæknis vegna ráðstafana á flugvellinum vegna Covid-19.

SÝNATAKA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI FRÁ 15. JÚNÍ

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að frá 15. júní geti þeir sem komi til landsins farið í Covid-19 próf á Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Farþegar geta valið hvort þeir gangist undir slík próf eða fari í tveggja vikna sóttkví. Þessu til viðbótar hafa yfirvöld ákveðið að eigi síðar en 13. júlí skuli íslenskir ríkisborgarar og þeir sem búsettir eru hér á landi sem velja skimun fara aftur í slíka skimun 4-5 dögum síðar og vera í sóttkví þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir. Nánari upplýsingar um það má finna hér.

Nánari upplýsingar, spurningar og svör, um ferðatilhögun til landsins og skimun vegna Covid-19 á landamærum er að finna á upplýsingasíðunni covid.is.

Fyrir komuna til Íslands er einstaklingum skylt að fylla út eyðublað (forskráningu). Við hvetjum farþega til að forskrá sig áður en lagt er af stað, til að spara tíma við komuna á Keflavíkurflugvöll.

Ferðatakmarkanir sem verið hafa á ytri landamærum Schengen svæðisins hafa verið framlengdar þar til ný reglugerð verður gefin út um afnám tímabundinna ferðatakmarkana gagnvart íbúum tiltekina ríkja. Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðs Íslands.