Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar um Covid-19 tengt Keflavíkurflugvelli

 

Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, vinnur náið með Embætti landlæknis, sóttvarnalækni og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vegna ráðstafana á flugvellinum vegna COVID-19.

Takk fyrir að bera andlitsgrímu

Takk fyrir að bera andlitsgrímu
Sjá upplýsingar um sölustaði

Takk fyrir að viðhalda öruggri fjarlægð

Takk fyrir að viðhalda öruggri fjarlægð

Þvoum hendur og notum handspritt

Þvoum hendur og notum handspritt

fyrir og við komuna til íslands þurfa farþegar að:

  • Forskrá sig rafrænt fyrir brottför. Forskráning er ekki ferðaheimild.
  • Sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn Covid-19 áður en flogið er og við komuna til Íslands.
  • Fara í tvær sýnatökur fyrir Covid-19 með sóttkví í 5-6 daga á milli.


UNDANÞÁGUR FRÁ REGLUM UM TVÖFALDA SKIMUN OG SÓTTKVÍ

Athugið að allir sem koma til landsins þurfa þó að undirgangast eina skimun við komuna til landsins.

  • Farþegar frá Grænlandi sem hafa ekki dvalið utan Grænlands undanfarna 14 daga.
  • Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð eða dvelja innan við 48 tíma á Íslandi og fara þá í sóttkví.
  • Þeir sem hafa staðfest með PCR-prófi eða mótefnamælingu að hafa áður fengið Covid-19 sýkingu. Jákvætt PCR-próf þarf að vera a.m.k 14 daga gamalt.
  • Þeir sem hafa gilt vottorð um fulla bólusetningu með viðurkenndu bóluefni gegn Covid-19.

Nánari upplýsingar um gildandi reglur yfirvalda, hvaða lönd þær taka til og framkvæmd sóttkvíar má finna á Covid.is

Lista yfir gististaði þar sem komufarþegar geta undirgengist sóttkví má finna á vef Ferðamálastofu

Nánari upplýsingar um ferðatakmarkanir til Íslands vegna Covid-19 má finna vef lögreglunnar

PCR próf (sýnatökupróf) fyrir Covid-19 við brottför frá Íslandi eru ekki framkvæmd á Keflavíkurflugvelli. Nánari upplýsingar um hvar hægt er að fá slíkt próf má finna á Covid.is