velkomin aftur!
Við hvetjum farþega til að koma fyrr en venjulega og vera undirbúin að tafir geta myndast á flugvellinum. Við bendum á að öryggisleit opnar nú kl. 4 til að lágmarka líkur á myndun biðraða.
ertu að koma heim?
Allar sóttvarnareglur vegna Covid-19 hafa verið felldar úr gildi á landamærum Íslands, óháð bólusetningarstöðu ferðamanna. Þá hefur sóttvarnaraðgerðum verið aflétt að fullu á Íslandi.
Sóttvarnareglur á Keflavíkurflugvelli hafa einnig verið felldar úr gildi. Farþegar eru ekki beðnir sérstaklega um að nota grímur í flugstöðinni eða á farþegasvæðum, en geta að sjálfsögðu gert það ef þeir kjósa svo. Hægt er að nálgast spritt áfram í flugstöðinni. Upplýsingar um sóttvarnaaðgerðir í flugi er hægt að nálgast hjá flugfélögunum.
Frekari upplýsingar um stöðu Covid-mála á Íslandi má nálgast hér.