Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar um Covid-19 tengt Keflavíkurflugvelli

Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, vinnur náið með Landlæknisembættinu, Almannavörnum og embætti sóttvarnalæknis vegna ráðstafana á flugvellinum vegna COVID-19.

Takk fyrir að bera andlitsgrímu
Sjá upplýsingar um sölustaði

Takk fyrir að viðhalda öruggri fjarlægð

Þvoum hendur og notum handspritt

ALLIR KOMUFARÞEGAR SKIMAÐIR TVISVAR eða fari í sóttkví

Frá og með 19. ágúst (kl. 00:00) verða allir komufarþegar að velja milli þess að vera skimaðir vegna COVID-19 tvisvar við komuna til Íslands eða fara í 14 daga sóttkví. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Sjá leiðbeiningar hjá Embætti landlæknis.

Á vef Ferðamálastofu má finna lista yfir gististaði þar sem komufarþegar geta undirgengist sóttkví.

Nánari upplýsingar, spurningar og svör, um ferðatilhögun til landsins og skimun vegna Covid-19 á landamærum er að finna á upplýsingasíðunni covid.is.

Fyrir komuna til Íslands er einstaklingum skylt að fylla út eyðublað (forskráningu). Við hvetjum farþega til að forskrá sig áður en lagt er af stað, til að spara tíma við komuna á Keflavíkurflugvöll.