Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar um Covid-19 tengt Keflavíkurflugvelli

Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, vinnur náið með Embætti landlæknis, sóttvarnalækni og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vegna ráðstafana á flugvellinum vegna COVID-19.

Hertar aðgerðir á landamærum frá og með 27 apríl

Frá og með 27/4 2021 taka gildi hertar aðgerðir á landamærum til að sporna við útbreiðslu Covid-19 á Íslandi. Aðgerðirnar fela m.a. í sér auknar ferðatakmarkanir og að fólk sem kemur til landsins frá há-áhættusvæðum dvelji í sóttkvíarhúsi. Þessar aðgerðir gilda til og með 15. júní. Sjá nánari upplýsingar um ferðalög til og á Íslandi á Covid.is

  • Upplýsingar fyrir tengifarþega má finna á Covid.is.


fyrir og við komuna til íslands þurfa farþegar að:

  • Gæta að því hverjir geta ferðast til Íslands á hverjum tíma vegna ástands heimsfaraldursins. Sérstaklega gæta að banni við ónauðsynlegum ferðum útlendinga sem ekki eru bólusettir frá há-áhættusvæðum.
  • Forskrá sig rafrænt fyrir brottför, athugið að forskráning er ekki ferðaheimild. Forskráningarskoðun fer fram í töskusal á Keflavíkurflugvelli.
  • Sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn Covid-19 við komuna til Íslands. Vottorðaskoðun fer fram í komusal á Keflavíkurflugvelli.

 

  • Sýnataka fer fram á skimunarsvæði sem staðsett er fyrir utan flugstöðina.

Skimunarsvæði á bilaplani

Nánari upplýsingar um gildandi reglur yfirvalda, t.d. um framkvæmd á sóttkví og hvort sækja megi farþega á flugvöllinn má finna á Covid.is. Þar má einnig finna upplýsingar um hvaða lönd gildandi reglur taka til.

PCR próf (sýnatökupróf) fyrir Covid-19 við brottför frá Íslandi eru ekki framkvæmd á Keflavíkurflugvelli. Nánari upplýsingar um hvar hægt er að fá slíkt próf má finna á Covid.is

Hér má finna upplýsingar um skyndipróf sem framkvæmd eru af einkaaðila skammt frá flugstöðinni.

Takk fyrir að bera andlitsgrímu

Takk fyrir að bera andlitsgrímu
Sjá upplýsingar um sölustaði

Takk fyrir að viðhalda öruggri fjarlægð

Takk fyrir að viðhalda öruggri fjarlægð

Þvoum hendur og notum handspritt

Þvoum hendur og notum handspritt