Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar um Covid-19 tengt Keflavíkurflugvelli

Uppfært: 23. september 2021

velkomin aftur!

Við hvetjum farþega til að koma fyrr en venjulega og vera undirbúin að tafir geta myndast á flugvellinum vegna aðgerða sem gilda hverju sinni. Við bendum á að öryggisleit opnar nú tímabundið kl. 4 til að lágmarka líkur á myndun biðraða.

Núverandi aðstæður og kröfur sem stjórnvöld setja hverju sinni kalla á breytt skipulag og því eru ferðalög með öðru sniði en vanalega og viljum við benda á nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga áður en lagt er af stað.

ertu að koma heim?

  • Fyrir komu til Íslands er nauðsynlegt að fylla út forskráningarform, það á einnig við um farþega sem einungis millilenda í Keflavík. Skráning fer fram á heimkoma.covid.is.
  • Ítarlegar og uppfærðar upplýsingar um ferðalög til Íslands má finna á Covid.is.
  • Ferðamenn sem eru íslenskir ríkisborgarar, búsettir eða með tengslanet á Íslandi verða að undirgangast COVID-19 próf við komuna á næstu tveimur dögum frá komu til landsins, það á einnig við um börn fædd 2005-2015. Hér er hægt að panta sýnatöku í Keflavík við komuna til landsins.

Flestar verslanir og veitingastaðir eru opnar á flugvellinum en opnunartímar geta verið á reiki. Því bendum við farþegum á að kynna sér gildandi opnunartíma.

HJÁLPLEGAR SÍÐUR