Hoppa yfir valmynd

Servio

Við bjóðum upp á persónulega fylgd til að auðvelda þér ferð þína í gegnum Keflavíkurflugvöll. Þjónustan er sniðin að þínum þörfum til að gera ferð þína um flugvöllinn og öryggiseftirlit eins hnökralausa og mögulegt er.

Við komu, brottför eða í tengiflugi mun starfsmaður Servio fylgja þér um flugvöllinn. Einnig mun starfsmaðurinn aðstoða þig með farangurinn þinn og koma þér í gegnum öryggiseftirlit eins hratt og mögulegt er.

Hvort sem þú ert að fara úr landi, koma til landsins eða taka tengiflug, veldu þá þjónustu sem hentar þínum þörfum best.

Til að undirbúa för þína í gegnum flugvöllinn, vinsamlegast hafðu samband á netfang booking@servio.is eða í síma 571-0800.
Vinsamlegast bókið þjónustuna með 72 tíma fyrirvara.

Skoða heimasíðu Servio