Hoppa yfir valmynd

One Luxury

Koma til landsins

Starfsmaður tekur á móti farþegum við komuhlið og fylgir þeim í gegnum flugstöðina.
Farþegar fá hraðferð í gegnum vegabréfaeftirlit auk þess sem starfsmaður aðstoðar með að sækja farangur af farangursbelti. Starfsmaður sér um að flytja farangur inn í komusal.

Brottför

Starfsmaður tekur á móti farþegum í brottfararsal og aðstoðar með töskur og innritun.
Farþegar fá hraðferð í gegnum öryggisleit og vegabréfaeftirlit.  Farþegum er fylgt alla leið að brottfararhliði.
Þessi þjónusta er frá A til B, ekki stoppað að óþörfu á leiðinni.
Hvort sem þú ert að fara úr landi, koma til landsins eða taka tengiflug, veldu þá þjónustu sem hentar þínum þörfum best.

Brottför Extra

Starfsmaður tekur á móti farþegum í brottfararsal og aðstoðar með töskur og innritun.
Farþegar fá hraðferð í gegnum öryggisleit og vegabréfaeftirlit.  Farþegum er fylgt alla leið að brottfararhliði.
Ef farþegar eru með aðgang að Saga Lounge í gegnum flugmiðann sinn eða greiðslukort, þá fylgir starfsmaður þeim þangað og hinkrar eftir þeim meðan farþegar slaka þar á. Einnig ef farþegar vilja versla eða fá sér hressingu á veitingastöðum, þá getur starfsmaður veitt aðstoð við að finna réttu verslanirnar eða veitingastaðina.

Brottför Executive


Starfsmaður tekur á móti farþegum í brottfararsal og aðstoðar með töskur og innritun. Farþegar fá hraðferð í gegnum öryggisleit og vegabréfaeftirlit. Farþegum er fylgt alla leið að brottfararhliði.
Aðgangur að Saga Lounge er innifalinn, þrátt fyrir að farþegar hafi ekki sjálfir aðgang gegnum flugmiða eða greiðslukort. Ef farþegar vilja versla eða fá sér hressingu á veitingastöðum, þá getur starfsmaður veitt aðstoð við að finna réttu verslanirnar eða veitingastaðina.

Tengiflug

Starfsmaður tekur á móti farþegum við komuhlið og fylgir þeim að brottfararhliði.
Farþegar fá hraðferð í gegnum vegabréfaeftirlit.
Þessi þjónusta er frá A til B, ekki stoppað að óþörfu á leiðinni.

Tengiflug Executive

Starfsmaður tekur á móti farþegum við komuhlið og fylgir þeim að brottfararhliði.
Farþegar fá hraðferð í gegnum vegabréfaeftirlit.
Aðgangur að Saga Lounge er innifalinn, þrátt fyrir að farþegar hafi ekki sjálfir aðgang gegnum flugmiða eða greiðslukort. Ef farþegar vilja versla eða fá sér hressingu á veitingastöðum, þá getur starfsmaður veitt aðstoð við að finna réttu verslanirnar eða veitingastaðina.
Athugið: Þessi þjónusta er ekki í boði ef farþegum er að koma og fara með flugi sem er utan Schengen svæðisins.

Vildarþjónusta ONE LUXURY verður að vera pöntuð með að minnsta kosti 48 klst fyrirvara.
Bókanir og fyrirspurnir berist á netfangið booking@oneluxury.is

SKOÐA HEIMASÍÐU One Luxury