Hoppa yfir valmynd
8.2.2023
Um sex milljón farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll árið 2022

Um sex milljón farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll árið 2022

Um það bil sex milljón ferðalangar lögðu leið sína um Keflavíkurflugvöll árið 2022, rúmum fjórum milljónum fleiri en árið áður. Því má segja að endurheimt flugvallarins eftir Covid-19 heimsfaraldurinn sé náð þar sem árið 2022 er þriðja fjölmennasta árið á Keflavíkurflugvelli flugvallarins síðan 2018 sem var fjölmennasta ár í sögu hans. Þá fóru um 9,8 milljón ferðfólks um völlinn. Annað fjölmennasta ár í sögu flugvallarins var 2019 þegar að rúmlega 7,2 milljónir lögðu leið sína í gegnum völlinn. Farþegum fjölgaði einnig um 67% þegar litið er til desember mánaðar í fyrra samanborið við árið áður en 433.560 lögðu leið sína um völlinn í desember 2022.

isavia-flugtolur-2022

Hér má nálgast samantekt á helstu tölum um umferð um Keflavíkurflugvöll á árinu 2022.

Nýútgefin farþegaspá Isavia fyrir árið 2023 spáir enn stærra ári í ár en hún gerir ráð fyrir að um það bil 7,8 milljón ferðamenn eigi eftir að fara í gegnum völlinn. Af þeim munu 2,2 milljónir verða eftir í landinu sem ferðamenn sem væri annað stærsta ár í sögu Íslands en aðeins einu sinni áður hafa fleiri komið til landsins á einu ári eða 2,3 milljónir metárið 2018.

Alls munu 24 flugfélög fljúga með farþegana 7,8 til og frá 80 áfangastöðum í Evrópu og Norður-Ameríku. Af þeim verður flogið til um 50 áfangastaða allt árið um kring.

Hægt er að fá heildstæða yfirsýn yfir umferðina um Keflavíkurflugvöll, innanlandsflugvelli landsins og íslenska loftrýmið fyrir árið 2022 í flugtölum þess árs sem nýlega voru gefnar út.