
Upplýsingar um flugferðir eftir 15. júní
Isavia hefur opnað nýja síðu á vef félagsins þar sem hægt verður að nálgast nýjustu upplýsingar um þau flugfélög sem bjóða upp á ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli eftir 15. júní.
Nýjustu upplýsingar á síðunni sýna að nokkur flugfélög hafa staðfest ferðir í júní mánuði og í júlí.
Þar á meðal eru Atlantic Airways, Icelandair og SAS sem hefja flug frá 15. júní. Czech Airlines bætist við á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og Transavia á kvenréttindadaginn, 19. júní.
Þá hefur Wizz air m.a. flug til Mílanó þrisvar í viku frá 3. júlí og Air Baltic hefur flug þrisvar í viku til Riga í Lettlandi frá 13. júlí.