
Meginþættir flugverndar eru aðgangsstjórnun svo sem vopna- og öryggisleit á farþegum, starfsfólki og hlutum sem farþegar taka með sér í flug. Flugvernd sinnir einnig eftirlit með girðingum sem afmarka haftasvæði flugvallarins og byggingar honum tengdum.
REGLUR UM HANDFARANGUR
Í gildi eru reglur um hvað farþegar mega hafa með sér í handfarangri í flug. Mikilvægt er að kynna sér reglur um vökva og bannaða hluti í handfarangri sem meðal annars er að finna á heimasíðu Samgöngustofu.
REGLUR UM FLUG TIL EINSTAKRA LANDA
Að mörgu er að huga þegar ferðast er á milli landa. Þess vegna er æskilegt að afla sér upplýsinga áður en lagt er af stað t.d. varðandi vegabréfsáritanir.