
ÖRYGGISREGLUR KEFLAVÍKURFLUGVALLAR
Öryggisreglur fyrir Keflavíkurflugvöll eru sniðnar eftir gildandi lögum og reglugerðum um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum. Þær miðast við þá starfsemi sem fram fer á flugvellinum og er ætlað að draga úr áhættu og auka öryggi starfsfólks og farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Reglurnar gilda fyrir alla starfsmenn sem starfa á Keflavíkurflugvelli.
VIÐBÚNAÐUR VEGNA VETRARVEÐRÁTTU OG ÓVEÐURS
Í gildi eru reglur sem skilgreina með hvaða hætti brugðist er við slæmum veðurskilyrðum til þess að tryggja öryggi farþega, starfsfólks og tækja. Vetrarþjónustu á flughlaði er einnig lýst, en markmið þjónustunnar er að tryggja öryggi og lágmarka tafir vegna vetraraðstæðna á flughlaði.
FLUGVALLARHANDBÓK
AKSTURSÞJÁLFUN FYRIR KEFLAVÍKURFLUGVÖLL
Þjálfun til þess að fá leyfi til að aka á Keflavíkurflugvelli er unnin í samstarfi Isavia og þjónustuaðila. Um er að ræða rafræn námskeið um akstur og er námsefni á námsvef Isavia. Umsóknir um akstursleyfi er hjá Aðgangsskrifstofu Keflavíkurflugvallar.
- Leiðbeiningar um skráningu akstursleyfa
- Leiðbeiningar fyrir verklega þjálfun - A ökuleyfi
- Leiðbeiningar fyrir verklega þjálfun - B ökuleyfi
BROT Á FLUGVERNDAR- EÐA ÖRYGGISATVIKUM
Brot á flugverndar- eða öryggisreglum eru skráð og viðurlögum beitt þegar það á við. Markmiðið er fyrst og fremst að auka öryggisvitund allra starfsmanna og skilning á þeim reglum sem gilda.
Það er hlutverk starfsaðila að tryggja kynningu á þessu til sinna starfsmanna. Sjá myndbandskynningu hér að neðan.
ÞJÓNUSTUHANDBÓK HÁALEITISHLAÐS KEFLAVÍKURFLUGVALLAR
Handbók ætluð þeim sem starfa vð Háaleitishlað. Handbókinni er skipt upp í fimm kafla, Almennar merkingar og útskýringar, Marshall signal - akstursbending, Svæði H1, Svæði H2, Svæði H3.