Hoppa yfir valmynd

Reglur og þjálfun

Hér má nálgast ýmsar reglur, aðgerðir og þjálfun tengt öryggismálum á Keflavíkurflugvelli.

ÖRYGGISREGLUR KEFLAVÍKURFLUGVALLAR

Öryggisreglur fyrir Keflavíkurflugvöll eru sniðnar eftir gildandi lögum og reglugerðum um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum. Þær miðast við þá starfsemi sem fram fer á flugvellinum og er ætlað að draga úr áhættu og auka öryggi starfsfólks og farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Reglurnar gilda fyrir alla starfsmenn sem starfa á Keflavíkurflugvelli.

AÐGERÐARREGLUR VEGNA ÓVEÐURS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Í gildi eru reglur sem skilgreina með hvaða hætti brugðist er við slæmum veðurskilyrðum til þess að tryggja öryggi farþega, starfsfólks og tækja.

AKSTURSÞJÁLFUN FYRIR KEFLAVÍKURFLUGVÖLL

Þjálfun til þess að fá leyfi til að aka á Keflavíkurflugvelli er unnin í samstarfi Isavia og þjónustuaðila. Um er að ræða rafræn námskeið um akstur og er námsefni á námsvef Isavia. Umsóknir um akstursleyfi er hjá Aðgangsskrifstofu Keflavíkurflugvallar.

BROT Á FLUGVERNDAR- EÐA ÖRYGGISATVIKUM

Brot á flugverndar- eða öryggisreglum eru skráð og viðurlögum beitt þegar það á við. Markmiðið er fyrst og fremst að auka öryggisvitund allra starfsmanna og skilning á þeim reglum sem gilda.

Það er hlutverk starfsaðila að tryggja kynningu á þessu til sinna starfsmanna. Sjá myndbandskynningu hér að neðan. 

ÞJÓNUSTUHANDBÓK HÁALEITISHLAÐS KEFLAVÍKURFLUGVALLAR

Handbók ætluð þeim sem starfa vð Háaleitishlað. Handbókinni er skipt upp í fimm kafla, Almennar merkingar og útskýringar, Marshall signal - akstursbending, Svæði H1, Svæði H2, Svæði H3.