
BREYTINGAR Á AÐALSKIPULAGI KEFLAVÍKURFLUGVALLAR
BREYTING Á DEILISKIPULAGI NA-SVÆÐIS KEFLAVÍKURFLUGVALLAR
AUGLÝSING UM TILLÖGUR AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI KEFLAVÍKURFLUGVALLAR 2013 - 2030 OG BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI NA-SVÆÐIS KEFLAVÍKURFLUGVALLAR
Skipulag Keflavíkurflugvallar auglýsa hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar, í samræmi við 36. gr. skipulagslaga svo og breytingu á deiliskipulagi NA-svæðis Keflavíkurflugvallar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.
Tillögurnar eru aðgengilegar hér á heimasíðu Isavia. Einnig verða tillögurnar til sýnis á skrifstofu Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og aðalskipulagstillagan hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b frá og með 17. september 2020 til og með 30. október 2020. Meginbreyting skipulagsáætlana felur í sér heimild fyrir nýjum þjónustuvegi milli Reykjanesbrautar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 30. október 2020.
Skila skal athugasemdum og/eða ábendingum til:
Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar,
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli
Netfang: sveinn.valdimarsson@isavia.is