
JÖFN TÆKIFÆRI FYRIR ALLA
Við höfum sett okkur jafnréttisáætlun sem er unnin í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Tilgangur jafnréttisáætlunar er að tryggja fyllsta jafnréttis milli starfsfólks á vinnustaðnum með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu þeirra til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Jafnréttisáætlunin tryggir jafnframt að engum sé mismunað vegna trúarbragða, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar eða stöðu að öðru leyti.
Undir engum kringumstæðum umberum við einelti, ofbeldi, kynbundna eða kynferðisleg áreitni á vinnustaðnum. Við störfum í anda samstarfs og sýnum samstarfsfólki alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum.

SÖMU KJÖR FYRIR SAMBÆRILEG STÖRF
Í öllum atvinnuauglýsingum hvetjum við alla áhugasama til að sækja um störf hjá okkur. Við leggjum áherslu á að starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sambærileg störf. Isavia hefur hlotið jafnlaunavottun frá 2018.