Hoppa yfir valmynd

MANNAUÐUR

MANNAUÐUR ISAVIA

Samskipti við og milli starfsfólks fara fyrst og fremst fram á innri vef félagsins, starfsmannafundum forstjóra og framkvæmdastjóra og viðburðum á vegum félagsins. Innri vefurinn, Flugan, er hugsaður sem samfélagsmiðill sem tengir starfsmenn saman og geta allir sett inn færslur, myndir og myndbönd sem þeir vilja deila með samstarfsfólki sínu. Starfsfólk getur einnig sótt þangað ýmis tæki og tól til notkunar við störf sín og haldið utan um skráningar á viðburði, námskeið og skemmtanir á vegum fyrirtækisins.

Starfsmannafélag Isavia og dótturfyrirtækja, Staffið, stuðlar að fjölbreyttu og öflugu félagslífi og skipuleggur fjölda viðburða fyrir félagsmenn, t.d. fjölskyldudag á sumrin, jólahlaðborð, bíóferðir og keilukvöld. Auk þess hefur félagið samið um afsláttarkjör fyrir starfsmenn hjá ýmsum fyrirtækjum. Öllum starfsmönnum býðst aðild að Staffinu. Félagið leggur áherslu á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og jákvæðan starfsanda.

Hjá móðurfélagi Isavia starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna á hinum ýmsu starfsstöðvum um allt land. Í lok árs 2018 voru 1255 starfsmenn í starfi, þar af voru konur þriðjungur starfsmanna félagsins. Meðalaldur starfsmanna er 40,5 ár og meðalstarfsaldur starfsmanna er 7,4 ár.

Fjöldi starfsfólks eftir aldri og kyni

Karlar Konur
Yngri en 30 ára 196 142
30 - 50 ára 366 183
Eldri en 50 ára 273 95

Starfsaldur hjá Isavia

Starfsaldur
0-5 ár 801
6-10 ár 169
11-15 ár 92
16-20 ár 57
21-25 ár 23
26-30 ár 40
31-35 ár 35
Meira en 35 ár 38

Skipting stjórnenda eftir kyni og meðalaldri

StaðaKarlKonaSamt.Meðalaldur
Framkvæmdastjórar og aðst.framkvæmdastjórar - þrep 1731052 ár
Deildarstjórar - þrep 220113150 ár
Aðrir stjórnendur - þrep 32653650 ár
Samtals53197250 ár

Starfsmannaveltan var um 15% á árinu. Starfsmannaveltan er misjöfn eftir störfum og sviðum. Starfsmannahópurinn fer ört stækkandi og voru 460 starfsmenn ráðnir á árinu, þar af um 300 starfsmenn í sumarstörf.

Starfsmannavelta eftir aldurshópum

AldurKarlKonaSamtals
Yngri en 30 ára385290
30 - 50 ára292958
Eldri en 50 ára191130
Samtals8692178

Fjöldi nýráðninga eftir aldurshópum

AldurKarlKonaSamtals
Yngri en 30 ára179167346
30 - 50 ára444185
Eldri en 50 ára21627
Samtals244214458

Fjöldi starfsfólks eftir tegund ráðningar

Fastráðning Tímabundin ráðning
Karl 800 35
Kona 392 28

Fjöldi starfsfólks eftir starfshlutfalli

Fullt starf Hlutastarf
Karl 764 71
Kona 333 87

Myndband um starfsemi Isavia

Fæðingarorlof

Alls tóku 91 starfsmaður fæðingarorlof, af þeim voru 58% karlar og 42% konur.  Allir, fyrir utan þrjár konur, sneri aftur til vinnu að loknu fæðingarorlofi. Af þeim 69 sem komu úr fæðingarorlofi árið 2017 voru 61 enn starfandi ári síðar. Fimm karlar og þrjár konur.

Fjöldi sem tók fæðingarorlof eftir kyni

fjöldi
Karl 53
Kona 38

FRÆÐSLA OG STARFSÞRÓUN

Fræðsla, endurmenntun og reglubundin þjálfun er hluti af daglegum störfum starfsmanna. Skipulögð þjálfun og fræðsla fer fram allt árið. Félagið stendur fyrir umfangsmiklu og metnaðarfullu fræðslustarfi með það að markmiði að byggja upp þekkingu og færni starfsmanna í samræmi við stefnu og gildi félagsins. Fræðslustarfinu er skipt upp í tvo flokka, sérhæfða og almenna fræðslu.


Fræðslustundir námu 94.009 klukkustundum árið 2018 og jafngildir það því að allir starfsmenn félagsins hafi hlotið 72 klukkustundir í þjálfun á árinu. Um 90% af fræðslustundum ársins eru vegna grunnþjálfunar, endurmenntunar, starfs- og síþjálfunar sem starfsmenn þurfa á að halda til að viðhalda réttindum og hæfni til að sinna störfum sínum. Þetta eru starfsmenn flugleiðsögu, flugverndar og flugvallarþjónustu. Starfsmenn annarra sviða og deilda sækja einnig námskeið og fræðslufundi innanlands og erlendis.

Starfsmannasamtal er hluti af starfsþróun starfsmanna. Samtalið á að gefa starfsmanni og stjórnanda færi á að ræða verkefni, möguleg vandamál og aðgerðir til úrbóta. Starfsmannasamtalið er jafnframt tæki starfsmanns til að hafa áhrif á eigið starf, hæfni, starfsþróun og fræðslu.

Meðalfjöldi fræðslustunda á hvern starfsmann

SviðKarlKonaAlls fjöldi stundaMeðalfjöldi á starfsmann
Flugleiðsögusvið25.45318.78844.241135
Flugvallasvið7.6327328.36469
Rekstrarsvið KEF24.5359.17033.70560
Tækni- og eignasvið KEF1.3994211.82019
Viðskiptasvið KEF2.9861.6114.59842
Fjármálasvið801672478
Mannauður og árangur18228146318
Þróun og stjórnun20836657317
Samtals62.47431.53594.009

VINNUMARKAÐURINN

Isavia starfar á almennum vinnumarkaði og fylgir almennum kjarasamningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert fyrir hönd félagsins við fjölmörg stéttarfélög. Sérstakir kjarasamningar eru við Landssamband slökkviliðsmanna (LSS), Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), Stéttarfélag í almenningaþjónustu (SFR) og Félag íslenskra flugumferðastjóra (FÍF). Alls 99% starfsmanna Isavia greiða í stéttarfélög.

Uppsagnarfrestur starfsmanna er samkvæmt viðeigandi kjarasamningum en ólíkur eftir starfs- og lífaldri. Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur og eru allar uppsagnir skriflegar.

Isavia fylgir lögum og reglum um vinnumarkaðinn og mannréttindi og ræður ekki starfsmenn undir 18 ára aldri í vinnu. 

FÉLAGSLEGT UMHVERFI

Í siðareglum félagsins kemur fram að við berum virðingu fyrir störfum hvers annars og við mismunum ekki hvert öðru eða viðskiptavinum okkar vegna kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs eða stöðu að öðru leyti.

Á árinu 2018 bárust sjö tilkynningar um einelti, kynferðislegt og/eða kynbundið áreiti. Unnið var úr þeim samkvæmt áætlunum félagsins. Farið var í sérstakt átak þar sem kynnt var fyrir starfsmönnum félagslega umhverfið hjá Isavia. Yfir 600 starfsmenn sóttu fundi þar sem átakið var kynnt. Einnig framkvæmdi Maskína vinnustaðagreiningu þar sem sérstaklega var skimað fyrir sálfélagslega umhverfinu og niðurstöður kynntar fyrir starfsmönnum á fundum.

JAFNRÉTTI

Stefna Isavia í jafnréttismálum miðar meðal annars að því að auka almenna starfsánægju og bæta starfsanda. Tilgangur jafnréttisáætlunar er að tryggja fyllsta jafnrétti milli kvenna og karla á vinnustaðnum með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

Jafnréttisáætlunin tekur ásamt öðru, sérstaklega á jafnrétti til launa, en þar segir að við ákvörðun launa skuli gæta fyllsta jafnréttis. Greiða skal jöfn laun og starfsmenn skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og skulu þau viðmið sem lögð eru til grundavallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun.

Isavia hefur um langt árabil lagt mikla áherslu á jafnvægi í launamálum og hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PWC í þrígang.


JAFNLAUNAVOTTUN

Isavia lauk Jafnlaunavottun á liðnu ári. Hún var staðfest af Jafnréttisstofu í nóvember 2018. Markmið með innleiðingu jafnlaunakerfisins skv. jafnlaunastaðlinum (ÍST:85 2012) er að viðhalda launajafnrétti og uppfylla skyldur atvinnurekenda skv. III kafla laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Þá skuldbindur félagið sig jafnframt til að vinna að stöðugum umbótum á þessu sviði, hafa eftirlit með viðmiðum og bregðast við frávikum sem upp kunna að koma.


HEILSA OG VINNUUMHVERFI

Lögð er áhersla á að efla vitund starfsmanna um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi og sýna með þeim hætti fram á, að félaginu er annt um heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Markmið félagsins er að stuðla að aukinni andlegri og líkamlegri vellíðan starfsfólks, að búa starfsmönnum gott vinnuumhverfi og að mæta andlegum, félagslegum og líkamlegum þörfum starfsmanna á vinnustaðnum. Félagið styrkir starfsmenn sína fjárhagslega til að stunda sína líkamsrækt.

Starfsmenn geta leitað til þjónustuvers Vinnuverndar og fengið ráðleggingar vegna eigin veikinda eða fjölskyldumeðlima, einnig eru hjúkrunarfræðingar Vinnuverndar reglulega til viðtals á stærstu starfsstöðvum félagsins.

STARFSLOK

Starfslok starfsmanna miðast við lok þess mánaðar sem 70 ára lífaldri er náð, en félagsmenn Félags íslenskra flugumferðarstjóra ljúka störfum við 63 ára aldur. Félagið býður upp á starfslokanámskeið sem ætlað þeim sem nálgast starfslokaaldur og er mökum boðið með á námskeiðið. Á námskeiðinu er farið yfir gagnlegar upplýsingar og fjallað um þessi tímamót á starfsævinni. Árið 2018 sóttu 14 starfsmenn slíkt námskeið.