Hoppa yfir valmynd
10.3.2022
2. tbl 2022 - Mars

2. tbl 2022 - Mars

FLUGSTÖÐ

SLN18 AUSTUR VÆNGUR

Stækkun norðurbyggingu til austurs er í fullum gangi og nú er farinn af stað langur fasi af uppbyggingu á steypu og stálvirki á þessari 22.000m2 byggingu. Steypuvinnan gengur vel og er enþá á áætlun þrátt fyrir verður far undanfana mánuði. Gert er ráð fyrir að vinna við uppsteypu á kjallara muni klárast seinnipart næsta sumars.

STÆÐI 6

Stæði 6 er framkvæmd sem samanstendur af bráðabirgðabyggingu ásamt tengigangi á stæði 6. Bráðbirgðabyggingin mun hýsa ný komulandamæri en í lok maí 2022 munu nýjar reglur taka gildi varðandi för farþega yfir ytri landamæri Schengen. Búið er að loka byggingunni og hiti komin á húsið og er vinna hafinn við innri frágang. Í mars er stefnt að því að smíða aðstöðu fyrir lögreglu og tæknirými, uppbygging á tengigangi og tengigangsgólfi, uppsetning á undirkerfum fyrir hljóðísogsplötur ásamt uppsetningu á loftræsistokkum en áætluð verklok á stæði 6 eru í maí 2022.

SSA21 – STÆÐI 10

Stækkun suðurbyggingar flugstöðvarinnar til austurs. Samið hefur verið við verktakann Rizzani de Eccher sem mun sjá um pöntun á stálvirki og gluggum ásamt því að aðstoða við rýni og fullklára hönnun á byggingunni. Hönnuninni er að ljúki núna í mars og að framkvæmdir við flugstöðina vegna stækkunarinnar hefjist í apríl.

VIÐHALD Á OG Í FLUGSTÖÐ

Viðhald á innra byrgði flugstöðvarinnar er í gangi þar sem vinna við reglubundið viðhald á parketi bæði á 2. hæð suðurbyggingar á sér stað. Samhliða mun fara fram reglubundið viðhald á hurðum og fleiru um flugstöðina. Framkvæmdir við neyðarlýsingu eru enn í fullum gangi. Áætlað er að verkefnið taki nokkra mánuði þar sem um er að ræða talsvert inngrip í rekstur flugstöðvarinnar en vonast er til að það valdi sem minnstri truflum á daglegum störfum. Áætluð verklok eru í maí 2022.

Staðsetning svæða sem byrjað er að pússa og olíubera

FLUGBRAUTAKERFI

MIKE

Jarðvegsframkvæmdir vegna MIKE miðar vel áfram og er vinna verktaka hafin sunnan við RWY/10/28. Veðurfarið undanfarnar vikur hefur haft nokkur áhrif á framkvæmdina og metur verktakinn að veðri sé búið að tefja verkið sem nemur 5 dögum og hafa þeir tímabundið tekið upp vinnu á laugardögum til að vinna upp á móti þessum töfum. Vinna við aðra verkþætti en jarðvinnu byrja í þessum mánuði og mun niðursetning ofanvatnsræsa hefjast í næstu viku.

Hönnunarferli á nýrri akbraut Mike og Mike-1 (Rapid exit) líður brátt undir lok og vinna hönnuðir að loka frágangi hönnunargagna þ.e. teikninga og verklýsinga fyrir komandi útboðspakka. Næsti útboðspakki mun verðar settur í útboð á næstu vikum. Umræddur útboðspakki snýr að malbikun og er mjög umfangsmikill enda þarf að leggja 3 lög af malbiki á akbrautina og er heildar þykkt malbiks á akbrautina 15 cm á þykkt. Til gamans má geta að samanlagt magn af malbiki á akbrautum Mike og Mike-1 er um 170.000 m2 sem samsvarar því að Laugardalsvöllur yrði malbikaður rúmlega 24 sinnum.

Samgöngustofa hefur loksins gefið formlegt samþykki fyrir framkvæmdum við nýja akbraut Mike. Samþykki við flýtiakbraut Mike1 (RET10) er enn ekki komin í hús en sá hluti verður afgreiddur sérstaklega af Samgöngustofu.

SAMHLIÐA NOVEMBER OG AFÍSINGARSVÆÐI

Jarðkönnun á svæðinu milli Nóvember og Kíló er á lokametrunum, hún hefur dregist á langinn af óviðráðanlegum orsökum en mun að öllum líkindum klárast í febrúarmánuði. Jarðkönnunin felur í sér innmælingar af könnunarstöðum, sónun á núverandi lögnum og cobra-borunum. Einnig voru teknar prufuholur á svæðinu með gröfu til að meta jarðvegsaðstæður. Jarðkönnunin er liður í forhönnun á nýrri akbraut samhliða Nóvember og afísingarsvæði.

Nýjustu blogg færslur