Hoppa yfir valmynd
5.4.2022
3. tbl 2022 - apríl

3. tbl 2022 - apríl

FLUGSTÖÐ

SLN18 AUSTUR VÆNGUR

Stækkun norðurbyggingu til austurs er í fullum gangi og nú er farinn af stað langur fasi af uppbyggingu á steypu og stálvirki á þessari 22.000 fermetra byggingu. Steypuvinnan gengur vel og er enn þá á áætlun þrátt fyrir verður far undanfarna mánuði. Gert er ráð fyrir að vinna við uppsteypu á kjallara muni klárast seinnipart næsta sumars.

STÆÐI 6

Stæði 6 er framkvæmd sem saman stendur af bráðabirgðabyggingu ásamt tengigang á stæði 6. Bráðbirgðabyggingin mun hýsa ný komulandamæri en í lok maí 2022 munu nýjar reglur taka gildi varðandi för farþega yfir ytri landamæri Schengen. Vinna er í gangi við að tengja saman bráðabirgðabygginguna við flugstöðina ásamt innri frágangi. Í Apríl er stefnt að því að sparsla og mála aðstöðu fyrir lögreglu og tæknirými, klára stigalagnir, setja upp víra festingar fyrir loftaplötur, leggja kapla, uppsetning á loftræsistokkum ásamt uppsetning búnaðar í tæknirými en áætluð verklok á stæði 6 eru í maí 2022.

SSA21 - STÆÐI 10

Stækkun Suðurbyggingar flugstöðvarinnar til austurs. Hönnuninni er lokið og stefnt er á að framkvæmdir við flugstöðina vegna stækkunarinnar hefjist í sumar.

FRAMKVÆMDIR Á VEITINGASVÆÐI FLUGSTÖÐVARINNAR

Framkvæmdir að nýrri verslun Pennans/Eymundsson eru komnar vel á veg eru verktakar að vinna að niðurrifi í rýmunum sem áður voru verslanir Pure Food Hall og Hugo Boss. Ný staðsetning Pennans er um 260m2 að stærð og verður ný verslun Pennans því um þriðjungi stærri en núverandi verslun. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir út apríl og að ný verslun muni opna í enda maí.

Útboð er hafið að nýju veitingarými sem mun koma í stað verslunar Airport Fashion (ARG) og einnig fyrir rýmið sem Penninn er að flytja sig úr.

Hönnun er hafin á breytingum og endurbótum á skimunarrými Vopnaleitar á 2.hæð, sem er staðsett í bakrými Vopnaleitarinnar. Þessar breytingar munu standa yfir í sumar og er áætlað að starfsemi í nýju og endurbættu rými verði lokið í miðjum október 2022.

Sjá kort af veitingasvæði

VIÐHALD Á OG Í FLUGSTÖÐ

Viðhald á innra byrgði flugstöðvarinnar er í gangi þar sem vinna við reglubundið viðhald á parketi er í gangi. Samhliða mun fara fram reglubundið viðhald á hurðum og fleiru um flugstöðina. Framkvæmdir við neyðarlýsingu eru enn í fullum gangi, en fyrstu hluti neyðarlýsingarverkefnisins var gangsettur 28. mars síðastliðin. Uppsetning kerfisins hefur gegnið ágætlega í norðurbyggingu og unnið verður að gangsetningu nýju ljósanna næstu vikur. Miðað er við að nýja neyðarlýsingakerfið verði að fullu orðið virkt í norðurbyggingu í júní og mun þá vinna hefjast við uppsetningu kerfisins í suðurbygginu. Áætlað er að heildarverkefnið taki nokkra mánuði þar sem um er að ræða talsvert inngrip í rekstur flugstöðvarinnar en vonast er til að það valdi sem minnstri truflum á daglegum störfum. Áætluð verklok eru í maí 2022.

FLUGBRAUTAKERFI

MIKE

Jarðvegsframkvæmdir vegna MIKE miðar vel áfram og er vinna verktaka hafin sunnan við RWY/10/28. Veðurfarið hefur haldið áfram að valda vandræðum og hafa áhrif á framkvæmdina. Einhverjar tafir hafa orðið vegna veðurs og vinnur verktakinn lengri vinnudaga sem og vinna á laugardögum til að vinna upp á móti töfunum. Vinna við aðra verkþætti en jarðvinnu eru byrjaðir og er niðursetning ofanvatnsræsa og brunna komin af stað ásamt uppsetningu á ljósakollum. Ýmis bráðabirgðavinna er einnig í gangi og má þar nefna vinnu við að verja/styrkja núverandi lagnastokka sem lenda undir komandi akbraut og hafa rafvirkjar Isavia-ANS unnið með verktakanum (Ístak) við núverandi raflagnakerfi.

Útboðspakki vegna malbikunar er kominn í útboð og er það umfangsmikill útboðspakki bæði kostnaðar- og framkvæmdalega. Malbika á 3 lög af malbiki á akbrautina og er heildar þykkt malbiks á akbrautina 15 cm á þykkt. Til gamans má geta að samanlagt magn af malbiki á akbrautum Mike og Mike-1 er um 170.000 m2 sem samsvarar því að Laugardalsvöllur yrði malbikaður rúmlega 24 sinnum.

Formlegt samþykki fyrir framkvæmdum við nýja akbraut Mike liggur fyrir frá Samgöngustofu en samþykki fyrir „Rapid Exit“ / Mike1 bíður enn afgreiðslu Samgöngustofu. Stefnt er að fundi á næstu vikum með Samgöngustofu þar sem farið verður yfir útistandandi atriði sem Samgöngustofa hefur til hönnunar/framkvæmdar á „Rapid Exit“ / Mike1.

SAMHLIÐA NOVEMBER OG AFÍSINGARSVÆÐI

Jarðkönnun á svæðinu milli Nóvember og Kíló er enn ekki lokið en framkvæmdin hefur dregist af ýmsum ástæðum og hafa veðurguðirnir verið þar fremstir í flokki. Stefnt er að því að jarðkönnun klárist í næsta mánuði þar sem aðstæður til framkvæmdar eru orðnar mun betri eftir langa kuldatíð. Þegar jarðkönnun líkur mun fara af stað úrvinnsla úr jarðtæknigögnum og verður þeim gert skil í jarðtækniskýrslu sem mun nýtast við áframhaldandi vinnu við for- og verkhönnun.

Yfirlitsmynd af afísingarsvæði
Yfirlitsmynd af afísingarsvæði

AÐRAR FRAMKVÆMDIR

Vinna við nýjan þjónustuveg frá aðalgötu hringtorgi að flugstöð er í gangi. Megnið af veginum er tilbúið undir jöfnunarlag og stefnt er að vinna við vegin klárist í þessum mánuði. Einnig er í gangi vinna við að steypa hlífðarplötu á núverandi eldsneytislögn sem einnig er gert ráð fyrir að klárist í mánuðinum.

Nýjustu blogg færslur