Hoppa yfir valmynd
1.11.2021
9. tbl. 2021 - nóvember

9. tbl. 2021 - nóvember

Flugstöð

SLN18 austur vængur

Jarðvegsframkvæmdir eru enn í fullum gangi vegna stækkun á norðurbyggingu til austurs, Austur vængur. Sprengingum á klöpp er nú lokið en verið er að rippa og fleyga klöppina og því getur fylgt smávægilegt ónæði vegna titrings og hávaða. Áætlað er að þeirri vinnu verði lokið seinnipartinn í nóvember ásamt allri jarðvinnu. Í framhaldi af því mun uppbygging á svæðinu hefjast þar sem byrjað verður á vinnu við uppsteypu á kjallara og reisingu á byggingunni.


Stæði 6

Stæði 6 er framkvæmd sem saman stendur af bráðabirgðabyggingu ásamt tengigang á stæði 6. Bráðbirgðabyggingin mun hýsa ný komulandamæri en í lok maí 2022 munu nýjar reglur taka gildi varðandi för farþega yfir ytri landamæri Schengen. Þessar reglur kveða á um mun ýtarlegri skráningu allra þriðju landa farþega sem koma inn á Schengen svæðið. Settir verða upp 60-70 sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir þessa skráningu, auk ABC hliða fyrir farþega sem þurfa ekki að fara í slíkt skráningarferli. SLN18 var upphaflega hugsað til þess að leysa þessa aðstöðu en vegna tafa á framkvæmdinni er ekki séð fyrir að henni verði lokið áður en nýjar reglur taka gildi. Því þarf að brúa bil frá 2022 – 2026 eða þar til SLN18 er klárt til að taka á móti farþegum. Því er gert ráð fyrir því að bráðabirgðabyggingin standi til ársins 2026 og mun hönnunin taka mið af því að möguleiki sé að taka hana niður og nýta annarsstaðar. Stæði 6 mun því vera lokað þangað til SLN21 er komið í rekstur.


Verkið er á áætlun, þar sem hönnun stál- og steypuvirkis auk yleininga er lokið og framleiðsla hafin.
Hönnuðir vinna nú að hönnun kerfa og innri frágangi. Verktaki er að vinna í mótauppslætti og mun hefja steypuvinnu eftir helgi. Framkvæmdir eru að standast áætlanir og verklok á stæði 6 eru áætluð í maí 2022.

SSA21

Stækkun Suðurbyggingar flugstöðvar til austurs miðar að því að auka biðsvæði farþega við hlið C/D 34, 35 og 36 auk þess sem biðsvæði rútustæða D31 og D33 batnar. Við stækkunina færist stæði 10 til norðausturs. Hönnun á verkinu er í fullum gangi og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við flugstöðina vegna stækkunar suðurbyggingar hefjist á næsta ári. Útboð mun fara í loftið í nóvember til að fá verktaka að verkinu. Framkvæmdir munu þó ekki hefjast fyrr en á næsta ári og verður tíminn fram að því nýttur til undirbúnings.


Viðhald á og í flugstöð

Viðhald er í gangi á ytra byrði flugstöðvarinnar, má þá nefna vinnu á þaki við endurnýjun á snjóbræðslulögnum, viðgerð á þakdúk og vinna við endurþéttun glerkerfa bæði í TC og TS. Viðhald inní flugstöðunni er einnig í fullum gangi þar sem vinna við reglubundið viðhald á parketi bæði á 1. Og 2. Hæð suðurbyggingar á sér stað. Einnig verður unnið við úttekt á brunakerfi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Nóvember og Desember.

Neyðarlýsing í flugstöðinni

Í kjölfar útboðs fyrr á þessu ári var samið við Öryggismiðstöð Íslands um kaup á neyðarlýsingarkerfi fyrir Flugstöðina þar sem eldri neyðarlýsing var komin á enda líftíma og þarfnaðist endurnýjunar. Neyðarlýsingakerfi skiptast í tvennt annarsvegar EXIT ljós sem sýna flóttaleiðir og hinsvegar ómerkt ljós sem tryggja lágmarkslýsingu á flóttaleiðum og söfnunarsvæðum. Samhliða því að endurnýja búnaðinn var ákveðið að fá lausn sem samrýmist auknum kröfum til neyðarlýsingar og neyðarlýsingakerfa.


Framkvæmdir við neyðarlýsingu eru farnar af stað og verður fyrst gengið til verka í norðurbyggingu áður en byrjað verður á suðurbyggingu. Áætlað er að verkefnið taki nokkra mánuði þar sem um er að ræða talsvert inngrip í rekstur flugstöðvarinnar en vonast er til að það valdi sem minnstri truflum á daglegum störfum. Áætluð verklok eru í maí 2022.

Flugbrautarkerfi

MIKE (Parallel echo)

Framkvæmdir vegna nýrrar akbrautar Mike eru að fara af stað eftir að jarðvinnu og stýriverktöku útboð kláraðist. Nýja akbrautin sem hefur hingað til hefur verið kölluð Parallel Echo mun fá nafnið Mike. Ástæða þess er sú að Parallel Echo var einungis bráðbyrgða nafn þar til nýtt nafn væri komið.

Undirbúningsvinna verktaka eru enn í fullum gangi og eru framkvæmdir við aðkomu- og vinnuvegi á loka metrunum. Framkvæmdir við sjálfa akbrautina munu hefjast á næstu vikum en þær hafa dregist á langinn vegna samþykktaferlis hjá Samgöngustofu. Samþykkt Samgöngustofu liggur nú fyrir. Vegna seinkanna sem hafa orðið á framkvæmdinni er verktaki að vinna að endurskipulagningu verkþátta og í framhaldi af því geta framkvæmdir hafist. Þrátt fyrir seinkanir er stefnt að því að halda áætluðum verklokum framkvæmdarinnar en áætlað er að framkvæmdir standi yfir til loka árs 2022.


Samhliða November og afísingarsvæði

Jarðkönnun á svæðinu milli Nóvember og Kíló hefur dregist en hönnuðir stefna að framkvæmdinni á næstu tveim vikum. Jarðkönnunarstaðir verða innmældir, sónað verður fyrir núverandi lögnum og í framhaldinu cobra-borun framkvæmd ásamt því að teknar voru prufuholur á svæðinu með gröfu til að meta jarðvegsaðstæður. Jarðkönnunin er liður í forhönnun á nýrri akbraut samhliða Nóvember og afísingarsvæði.


Viðhald á akbrautum og hlöðum

Viðhald á akbrautum og hlöðum er í fullum gangi. Vinna við lagfæringu á regnvatnsrennu fyrir aftan stæði 11, 12 og 14 er í gangi. Framkvæmd er í þremur áföngum og er fyrsta og örðum áfanga lokið. Þriðji áfang er enn í gangi og eru átæluð verklok þann 9. nóvember.

Vegakerfi

Þjónustuvegur, aðstaða og efnisvinnslusvæði

Framkvæmdir á nýjum þjónustuvegi til norð-vesturs í átt að bílastæðum eru hafnar og er áætlaður framkvæmdatími á árunum 2021 og 2022.

Uppsetning á nýju hliði í flugvallargirðingunni er lokið. Áður en opnað verður fyrir akstur verktaka um nýja tenginguna frá hringtorgi við Reykjanesbraut og inn á flugvallarsvæðið mun uppsetning á aðstöðu vegna flugverndar vera sett upp við nýja hliðið og er sú undirbúningsvinna í gangi.


Nýjustu blogg færslur