
Langtímastæði uppbókuð á Keflavíkurflugvelli
Farþegar sem hyggjast leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að langtímastæðin við völlinn eru nú uppbókuð fram yfir tímabilið.
Ferðalangar eru hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta til og frá Keflavíkurflugvelli. Þar má nefna ferðir með bílaleigubílum, leigubílum, rútum eða strætisvögnum.
Við viljum þakka farþegum fyrir að hafa brugðist vel við ábendingum okkar síðustu daga um að bóka bílastæði fyrir fram á netinu til að forðast það að koma á bílum á völlinn á leið úr landi og fá þá ekki bílastæði.
Farþegar eru áfram hvattir til að mæta snemma flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Farþegar eru einni hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00.
Til að auka þjónustu og þægindi farþega á Keflavíkurflugvelli er nú einnig hægt að bóka fyrir fram ákveðinn tíma í öryggisleit og fara fram fyrir röð farþegum að kostnaðarlausu. Með þessu geta farþegar notið ferðalagsins og þess sem flugstöðin hefur upp á að bjóða frekar en að bíða í röð.