Hoppa yfir valmynd

Aðgangur og öryggi

AÐGANGUR AÐ KEFLAVÍKURFLUGVELLI 

Allir sem starfa á Keflavíkurflugvelli þurfa að vera með aðgangsheimild.

Aðgangsheimildin eða passinn segir til um á hvaða svæði starfsmaðurinn má vera ásamt sérstökum heimildum viðkomandi. Passinn sýnir mynd og nafn starfsmannsins, nafn vinnuveitanda og gildistíma aðgangsheimildar. Passaútgáfa Isavia, sem staðsett er við Gullnahliðið, veitir aðgangsheimildir fyrir einstaklinga og ökutæki.

Allt starfsfólk sem fær aðgangsheimild að Keflavíkurflugvelli þarf að standast bakgrunnsathugun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Þau eru jafnframt í virkri vöktun lögreglu á meðan þeir starfa á flugvellinum. Hér er hægt að lesa ítarlega aðgangsreglur Keflavíkurflugvallar

Opna umsóknarvef aðgangsheimilda

 
Afgreiðslutími:
Mánudaga til fimmtudaga - 8.00 til 16.00
Föstudaga - 8.00 til 14.00

Hafðu samband
Sími: 425-6028
Netfang: passar@kefairport.is , id@kefairport.is 

Algengar spurningar

Umsókn er hægt að nálgast á heimasíðu Isavia. Eingöngu aðilar með tilskilin réttindi til að sækja um geta sótt um.

Hægt er að sækja aðgangspassa hjá Passaútgáfu sem staðsett er við Gullnahliðið.

Lyklabox mun svo vera staðsett bráðlega þar sem hægt verður að sækja passa.

Mikilvægt er að bóka tíma fyrirfram áður en aðgangspassi er sóttur.

Öll fyrirtæki sem þurfa aðgangsheimild þurfa að skrá sig inn í gagnagrunn Isavia. Skoða skráningarform.

  • Fyrir einstaklinga kostar aðgangheimild 6.900 kr. + vsk.
  • Fyrir ökutæki kostar aðgangsheimild 6.900 kr. + vsk.

Bakgrunnsskoðun tekur að jafnaði 2-3 vikur.

Þegar jákvætt svar hefur borist frá lögreglu varðandi bakgrunnsathugun munum við senda staðfestingu í tölvupósti. Einnig munum við senda netnámskeið sem mikilvægt er að ljúka áður en aðgangspassi er afhentur.

Hér má finna leiðbeiningar um hvernig er hægt að skrá sig inn - Skoða

Í þessu tilviki þarf að senda inn nýja umsókn og haka í valmöguleikann "Glatað eða skemmt aðgangskort" og ástæðu vandamáls undir "Athugasemdir". Eingöngu aðilar með umboð geta sótt um.