
AÐGANGUR AÐ KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Allir sem starfa á Keflavíkurflugvelli þurfa að vera með aðgangsheimild.
Aðgangsheimildin segir til um á hvaða svæði starfsmaðurinn má vera ásamt sérstökum heimildum viðkomandi. Aðgangsheimildin sýnir mynd og nafn starfsmannsins, nafn vinnuveitanda og gildistíma aðgangsheimildar.
Passaútgáfa Isavia veitir aðgangsheimildir fyrir einstaklinga og ökutæki. Passaútgáfa Isavia er að finna í móttöku Isavia við Gullnahliðið.
Allt starfsfólk sem fær aðgangsheimild að Keflavíkurflugvelli þarf að standast bakgrunnsathugun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Þau eru jafnframt í virkri vöktun lögreglu á meðan þeir starfa á flugvellinum.
Hér er hægt að lesa aðgangsreglur Keflavíkurflugvallar
Hér fyrir neðan má finna umsóknareyðublöð og aðrar nauðsynlegar upplýsingar