Hoppa yfir valmynd

Gestaleyfi fyrir einstaklinga

  • Einstaklingar þurfa að hafa lögmætt erindi til að fá gestaleyfi inn á haftasvæði flugverndar, s.s. vegna tímabundinnar vinnu, þjálfunar eða í upplýsinga- og menntunarskyni.
  • Börn og aðrir fjölskyldumeðlimir teljast ekki hafa lögmætt erindi inn á haftasvæði flugverndar nema um sé að ræða skipulagðar ferðir eða viðburði, t.d. fjölskyldudagar.
  • Gestur verður ávallt að vera í fylgd ábyrgðaraðila með gilda aðgangsheimild og fylgdarréttindi (fylgdaraðili).
  • Hver fylgdaraðili hefur eingöngu leyfi til að fylgja 5 gestum hverju sinni.
  • Aðili (gestur) getur að hámarki fengið aðgang á gestaleyfi í 15 daga á ári.
  • Fylgdarmaður ber fulla ábyrgð á gesti sínum og skal ávallt hafa hann í sjónlínu og fylgja honum á meðan dvalið er innan haftasvæðis flugverndar. Fylgdarmaður skal sjá til þess að gestur hans brjóti ekki flugverndarreglur flugvallarins eða aðrar gildandi reglur.
  • Ef fylgdarmaður brýtur ofangreindar reglur getur hann misst aðgangsheimild sína eða þarf eftir atvikum að uppfylla viðeigandi endurmenntun.
    Ákvörðun um sviptingu fylgdarmanns aðgangsheimildar sinnar er rökstudd af flugvernd og fylgdarmanni gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við ákvörðunina.
  • Flugvernd Keflavíkurflugvallar áskilur sér rétt til afturköllunar ef um mistnotkun ræðir.

Afgreiðsla gestaleyfis: Ef gestaleyfi er samþykkt fær umsækjandi og gestur tölvupóst með Pin númer sem er notað til þess að prenta út gestaleyfi á gátstöðvum í Keflavík. Athugið, farið er yfir beiðnir sem berast milli klukkan 08.00-15.30 mánudaga til fimmtudaga og frá 08.00-12.00 á föstudögum. 

Sækja um