Fréttir

Samið um vöktunarflug yfir eldstöðvar í jöklum
29 des. 2017
Flugleiðsögusvið Isavia og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands/Jarðvísindastofnun hafa gert með sér samning um að flugvél Isavia, TF-FMS, verði notuð í vöktunarflug vegna eftirlits með eldstöðvum í jöklum.
Wizz Air hefur flug milli Íslands og London
20 des. 2017
Ungverska flugfélagið Wizz Air tilkynnti í dag um nýja flugleið milli Keflavíkurflugvallar og Luton flugvallar í Lundúnum. Flugið hefst í apríl 2018 og verður til að byrja með fjórum sinnum í viku en frá september hyggst félagið fljúga daglega. Með Wizz verða því fimm flugfélög sem fljúga að sumri ...
Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í alþjóðlegri ánægjumælingu
14 des. 2017
Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins.
Isavia hlaut hvatningarviðurkenningu í loftslagsmálum
08 des. 2017
Isavia hlaut í dag hvatningarviðurkenningu í loftslagsmálum frá Reykjavíkurborg og Festu. Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn í morgun. Telja borgin og Festa að Isavia hafi sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum.
Gjaldtaka á stæðum fyrir hópbifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar
01 des. 2017
Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Um er að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þetta er í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi und...
Guðjón Helgason nýr upplýsingafulltrúi Isavia
01 des. 2017
Guðjón Helgason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Isavia. Hann tekur við starfinu af Guðna Sigurðssyni sem gengt hefur starfinu frá því í maí 2015, en hann hefur ákveðið að hefja nám í háskóla erlendis á næstunni.
Yfir 10 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2018
28 nóv. 2017
Á árlegum morgunfundi Isavia sem haldin var á Hilton Nordica í morgun var kynnt ný spá um farþegafjölda fyrir Keflavíkurflugvöll árið 2018. Þá var Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson með erindi um hvaða áhrif það hefur fyrir Ísland að Keflavíkurflugvöllur er skiptistöð milli heimsálfa auk þess sem Ásta K...
Í beinni - Morgunfundur Isavia um farþegaspá 2018
28 nóv. 2017
Isavia boðar til opins morgunfundar þriðjudaginn 28. nóvember klukkan 8:30 á Hilton Nordica. Á fundinum verður kynnt farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2018, rætt um mikilvægi flugtenginga fyrir þjóðina auk þess sem sérstök kynning verður á viðskiptahraðlinum Startup Tourism.
Isavia óskar eftir frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar upplýsingamála
27 nóv. 2017
Isavia hefur óskað eftir frestun réttaráhrifa nýlegs úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðurinn snýr að gögnum sem Isavia afhenti Kaffitári og fjalla um valferli á verslunar- og veitingasvæði á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir frestuninni svo unnt sé að bera undir dómstóla mismuna...
Borealis samstarfið kemst þremur skrefum nær loftrými með frjálsu flæði flugumferðar
16 nóv. 2017
Borealis samstarfsbandalag Isavia og átta annarra norður-evrópskra flugleiðsögufyrirtækja hefur komist nær því markmiði að auka frjálsræði flugfélaga varðandi flugleiðir innan flugstjórnarsvæða sinna. Verkefnið er kallað Free Route Airspace eða loftrými án fastra flugleiða. Þegar verkefninu er lok...

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin