Hoppa yfir valmynd

Gjaldskrá Flugverndar á keflavíkurflugvelli

Eftirfarandi gjaldskrá gildir fyrir þjónustu og verkefni Flugverndar á Keflavíkurflugvelli sem falla ekki undir almenna reglugerð um gjöld á flugvöllum eða lögbundin og starfsskyld verkefni Keflavíkurflugvallar.

GjaldaliðurEiningar-/ tímagjald án vsk.Gildistími
Aðgangspassi einstaklinga – Nýr og endurnýjun6.900kr. stk.Allt að 5 ár
Aðgangspassi ökutækja – Nýr og endurnýjun6.900kr. stk.Allt að 2 ár
Bakgrunnsathugun lögreglu15.000kr. hver umsóknAllt að 5 ár
Flugverndarfylgd og/eða -aðstoð á Keflavíkurflugvelli (tímataxti)6.000kr. klst.n/a
Útkall vegna flugverndarfylgdar og/eða
-aðstoðar á Keflavíkurflugvelli
24.000kr. fyrstu 4 klst. Tímataxti eftir þaðn/a
Flugverndarbifreið3.600kr. klst.n/a
Gegnumlýsingarbifreið3.800kr. klst.n/a

Skilgreiningar gjaldaliða

GjaldaliðurNánari skýring
Aðgangspassi - einstaklingurKort gefið út af Passaútgáfu sem veitir einstaklingi aðgangsheimild að haftasvæði og öðrum aðgangsstýrðum svæðum sem tilgreind eru á aðgangskortinu. Á kortinu kemur m.a. fram nafn einstaklings, gildistíma, tegund aðgangs og nafn fyrirtækis.
Aðgangspassi - ökutækiKort gefið út af Passaútgáfu, sem veitir ökutæki aðgangsheimild inn á haftasvæði eða önnur aðgangsstýrð svæði. Á kortinu kemur m.a. fram skráningarnúmer ökutækis og gildistími heimildar.
Bakgrunnsathugun lögregluNánari skoðun á umsækjanda aðgangspassa. Jákvæð umsögn úr bakgrunnsathugun lögreglu er forsenda fyrir útgáfu aðgangspassa sem veitir aðgang að haftasvæðum
Keflavíkurflugvallar.
Flugverndarfylgd, eftirlit og /eða aðstoð flugverndarstarfsmannsFlugverndardeildir flugvallarins bjóða upp á þjónustu sem snúa að eftirliti, fylgdum gesta og/eða varnings, skimun, handleit og/eða öðru sem kallar á sérþjálfun og þekkingu
flugverndarstarfsmanns. Ávallt er tekið tímagjald fyrir slík verkefni, nema samið sé sérstaklega um annað.
FlugverndarbifreiðBifreið á vegum Flugverndar sem þörf er á við eftirlit eða aðstoð inn á haftasvæði Flugvallar.
GegnumlýsingarbifreiðSérútbúin bifreið með gegnumlýsingarbúnað til skimunar fyrir hættulegum og/eða bönnuðum hlutum.

Gerður er fyrirvari um að verð eða upplýsingar í gjaldskrá geta innihaldið stafsetningar- eða innsláttarvillur og mun Isavia því ekki vera skuldbundið slíkum villum.

Fyrir frekari upplýsinga um gjaldskrá vinsamlegast sendið á netfangið: airportsecurity@isavia.is
Reikningar vegna gjaldaliða flugverndar eru útgefnir af Isavia ohf. Fyrir frekari upplýsingar um reikninga má
senda á netfangið innheimta@isavia.is