Hoppa yfir valmynd

Leigubílastæði

Hér má finna upplýsingar um aðstöðu og gjaldskrá fyrir leigubílaþjónustu á Keflavíkurflugvelli.

Núverandi gjaldafyrirkomulag vegna leigubílaþjónustu  við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli tók gildi 5. maí 2015. Gjaldið er sett á til að stýra betur umferðarskipulagi í kringum flugstöðina, ásamt því að bæta aðstöðu fyrir bílstjóra. Aðgangsstýrt svæði hefur verið sett upp ætlað leigubílstjórum og aðeins þeir sem hafa leyfi til aksturs leigubifreiða geta keypt aðgang þar að.

Sá sem hefur gilt atvinnuleyfi samkvæmt lögum nr. 120/2022 um leigubifreiðaakstur, getur fyllt út umsókn og keypt aðgang í afgreiðslu Isavia – Airport Parking á 1.hæð í komusal flugstöðvarinnar. Eingöngu sá sem hefur gilt atvinnuleyfi samkvæmt fyrirgreindum lögum hafa heimild til þess að kaupa aðgang að afmörkuðu svæði fyrir leigubifreiðar við flugstöðina. Skilyrt atvinnuleyfi teljast ekki fullnægjandi.

Gjaldskrá

Tegund gjalds

Verð.

Stök ferð

490 kr.