Hoppa yfir valmynd
Breytilegur afgreiðslutími verslana og veitingahúsa

Vegna áhrifa af völdum Covid-19 má gera ráð fyrir breytilegum afgreiðslutíma hjá verslunum, veitingastöðum og bankastarfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar næstu vikur. Einnig hafa einstaka aðilar lokað tímabundið.

Sjálfsalar eru aðgengilegir í flugstöðinni þar sem hægt er að nálgast drykki, samlokur, snakk og sælgæti.
Hægt er að hafa samband við einstaka þjónustuaðila til að fá nánari upplýsingar um afgreiðslutíma.

Vinalegt starfsfólk tekur vel á móti þér og afgreiðir þig á fljótlegan og þægilegan máta.

Í 10-11 finnur þú gott úrval nauðsynjavara fyrir heimilið, tilbúna rétti, skyndibita, sælgæti og gos fyrir fólk á ferðinni. Þar finnur þú einnig gott úrval af heilsu- og hollustuvörum.