Vegna áhrifa af völdum Covid-19 má gera ráð fyrir breytilegum afgreiðslutíma hjá verslunum, veitingastöðum og bankastarfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar næstu vikur. Einnig hafa einstaka aðilar lokað tímabundið.
Sjálfsalar eru aðgengilegir í flugstöðinni þar sem hægt er að nálgast drykki, samlokur, snakk og sælgæti.
Hægt er að hafa samband við einstaka þjónustuaðila til að fá nánari upplýsingar um afgreiðslutíma.
Frábært úrval af íslenskum og alþjóðlegum snyrtivörum, sælgæti og áfengi
Fríhöfnin leggur áherslu á að fylgja tísku og straumum hverju sinni þó svo að alltaf sé hægt að kaupa þekkt vörumerki og sígildar vörur sem eru vinsælar. Einnig leggur Fríhöfnin áherslu á að bjóða til sölu vörur sem ekki fást á innanlandsmarkaði.
Opnunartímar
Opið þegar það eru farþegaflug
Staðsetning
Aðalbygging - 2. hæð (eftir öryggisleit)
Suðurbygging 1.hæð (eftir vegabréfaeftirlit)
Töskusalur - 1. hæð
Sími
+354 4250410