Skilmálar notenda aðgangs ökutækis að hópbifreiðasvæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE).
- Vísað er í almenna skilmála bifreiðastæða Airport Parking á Keflavíkurflugvelli og eiga þeir við nema annað sé sérstaklega kveðið á um í skilmálum þessum.
- Skilmálar þessir eiga við um notkun hópbifreiðafyrirtækja á afmörkuðu hópbifreiðasvæði við FLE
- Notandi
3.1. Notandi í samningi þessum er aðili sem hefur gilt leyfi Samgöngustofu til að stunda farþegaflutninga samkvæmt ákvæðum laga nr. 28/2017 og reglugerðar nr. 474/2017, með síðari breytingum.
3.2. Skilyrt leyfi telst ekki fullnægjandi.
3.3. Sótt er um aðgang inn á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Skilyrði er að viðkomandi sé í skilum við félagið, sé með gilt leyfi samgöngustofu, sbr. framangreint og uppfylli að öðru leiti þær kröfur sem eru gerðar skv. siðareglum Isavia.
3.4. Airport Parking er rekstraraðili bifreiðastæðisins og afgreiðir aðgangslykil og skráir ferðir notenda inn á svæðið.
- Skyldur notanda
4.1. Notandi skuldbindur sig til að greiða aðgangsgjald þegar ökutæki er ekið inn á skilgreint svæði, samkvæmt gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. Aðgangsgjald er innheimt mánaðarlega miðað við fjölda ferða inn á gjaldsvæðið.
4.2. Notandi skal hlíta umferðareglum og staðarreglum sem gilda í FLE, á bílastæðum og öðrum svæðum umhverfis bygginguna. Notandi skal jafnframt gæta þess að starfsemi hans kasti ekki á nokkurn hátt rýrð á ímynd Flugstöðvarinnar og þá starfsemi sem þar fer fram.
4.3. Óheimilt að leggja annars staðar en á afmörkuðu svæði sem ætlað er til að leggja hópferðabifreiðum. Viðurlög vegna rangrar lagningar geta komið til. http://www.bss.is/stodubrotsgjald/
4.4. Auglýsingar í og við FLE eru óheimilar nema með leyfi Isavia ohf., sbr. 6. gr. staðarreglna Isavia
- Afmarkað svæði hópbifreiða
5.1. Með aðgangi þessum fær notandi aðgang að afmörkuðu svæði fyrir hópbifreiðar. Aðgangi að svæðinu er stýrt með hliðum sem lyklar ganga að.
5.2. Ef breyting verður á staðsetningu svæðis verður það auglýst með skilmerkilegum hætti.
5.3. Hámarks viðverutími á svæðinu er ein og hálf klukkustund. Við einstakar aðstæður eða réttlætanlegar seinkanir verða gefnar út viðbótarheimildir án kostnaðar.
5.4. Svæðið sem notandi fær aðgang að er austan megin við norðurbyggingu FLE, nánar merkt á neðangreindu korti:

- Aðgangslyklar
6.1. Notandi fær afhentan lykil sem gengur að aðgangsstýrðu hliði.
6.2. Notandi límir aðgangslykilinn í framrúðu bifreiðarinnar sem notkun er skráð á.
6.3. Óheimilt er að flytja aðgangslykil á milli ökutækja notenda eða annarra. Einnig er óheimilt að framselja aðgangslykil til þriðja aðila án skriflegs samþykkis frá Isavia ohf.
6.4. Notandi greiðir gjald fyrir hvert skipti sem ekið er inn á svæðið.
6.5. Aðgangslykillinn er eign Isavia og getur misnotkun varðað við sviptingu á aðgangsleyfi ásamt gjaldi jafngildu misnotkuninni, sbr. gr. 7.1.
- Vanefndir og ágreiningsmál
7.1. Vanefni notandi skilmála þessa eða misnoti aðstöðuna eða aðganginn með einhverjum hætti áskilur félagið sér rétt til að innheimta vangreiðslugjald að upphæð 50.000 kr. ásamt því að inna eftir greiðslu fyrir raun notkun samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni. Félagið áskilur sér jafnframt heimild til að rifta aðgangsheimild samkvæmt skilmálum þessum og loka á alla aðgangslykla að bifreiðastæðinu, tímabundið eða varanlega vegna misnotkunar og/eða vanefnda. Ítrekuð brot, alvarlegt brot eða misnotkun á aðgangi svæðis getur leitt til riftunar á aðgangsheimild.
7.2. Um skilmála þessa fer samkvæmt íslenskum lögum. Komi upp ágreiningur má skjóta málum vegna þess til Héraðsdóms Reykjavíkur.
- Breytingar á skilmálum
8.1 8.1. Isavia ohf. áskilur sér rétt til að breyta skilmálum. Slíkar breytingar verða tilkynntar með hæfilegum fyrirvara og auglýstar á heimasíðu félagsins.
- Reikningsviðskipti
9.1. Þegar notandi hefur fengið samþykktan aðgang að hópbifreiðasvæði er stofnað til reikningsviðskipta, enda uppfylli hann skilyrði til þess og þ.m.t. að vera í skilum við félagið. Innheimt er mánaðarlega og í samræmi við nýtingu, þ.e. hversu oft ökutæki fór inn á stæði. Hafi reikningar ekki verið greiddir á eindaga, reiknast dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. Vaxtalaga nr. 38/2001 frá 1. degi mánaðarins til greiðsludags.
- Gildistími
Skilmálar þessir gilda frá 23. júní 2021.