
RÚTUFERÐIR MILLI REYKJAVÍKURFLUGVALLAR OG KEFLAVÍKURFLUGVALLAR
Daglegar rútuferðir eru milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar með flugrútu Reykjavik Excursions. Því er auðveldlega hægt að taka flug erlendis frá helstu áfangastöðum á landsbyggðinni með viðkomu í Reykjavík. Hægt er að bóka rútuna og sjá frekari upplýsingar á vefsíðu Reykjavík Excursions.
ÁFANGASTAÐIR FRÁ REYKJAVÍKURFLUGVELLI
Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Áætlunarflug er til ellefu áfangastaða innanlands auk þess sem flogið er til nokkurra áfangastaða á Grænlandi og til Færeyja.