Hoppa yfir valmynd

Sýnum ábyrgð og tillitsemi á flugvellinum

Velkomin á Keflavíkurflugvöll. Sýnum ábyrgð og tillitssemi þegar við ferðumst um flugvöllinn og lágmörkum smithættu.

  • Þvoum hendur og notum handspritt sem hægt er að nálgast víða um flugvöllinn.
  • Viðhöldum öruggri fjarlægð milli hvers annars.
  • Vinsamlegast ekki ferðast ef þú hefur flensueinkenni.
  • Við höfum aukið við þrif í KEF og notum sótthreinsandi efni.
  • Við bjóðum upp á ýmsar leiðir í sjálfsafgreiðslu á flugvellinum sem eru einfaldari og öruggari.
  • Framlínustarfsfólk í flugstöðinni hefur fengið sérstakar leiðbeiningar um það hvernig skuli haga störfum sínu en þær eru byggðar á leiðbeiningum sóttvarnalæknis fyrir starfsmenn á alþjóðaflugvöllum.