Hoppa yfir valmynd

Viðskiptatækifæri á Keflavíkurflugvelli

 ÚTBOÐ Á AÐSTÖÐU TIL REKSTURS RAFTÆKJAVERSLUNAR

Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Isavia leitar að reynslumiklum aðila til að reka raftækjaverslanir í flugstöðinni, sem hefur yfir að ráða úrvali vörumerkja. Gerð er krafa um að aðilinn hafi rekið að lágmarki tvær raftækjaverslanir samhliða sl. þrjú ár, þar sem vöruframboð samanstendur a.m.k. af farsímum, spjaldtölvu, snjallúrum, myndavélum, heyrnartólum, litlum hátölurum og heimilistækjum.

Um er að ræða tvær verslanir í norðurbyggingu flugstöðvarinnar; annars vegar um 158 m2 verslun á 2. hæð, ætlaða farþegum á leið úr landi, og hins vegar um 30 m2 verslun á 1. hæð, ætlaða komufarþegum.

Við útboðsferlið verður notast við samkeppnisviðræður í samræmi við 42. gr. reglugerðar um sérleyfi. Samið verður við þann aðila sem í lok útboðsferilsins skilar inn hagkvæmasta tilboði á grundvelli besta hlutfalls verðs og gæða.

Kynningarfundur um útboðið var haldinn á Eiríksstöðum í Flugstöð leifs Eiríkssonar  mánudaginn 8. júlí kl. 10:00. Skoðunarferð var farin í beinu framhaldi kl. 11:30 frá Eiríksstöðum.

SAMNINGSTÍMI

Þrjú ár með möguleika á tveggja ára framlengingu, eitt ár í senn (3+1+1).

Áætlað upphaf samningstíma er 1. janúar 2020.

STAÐSETNING 

Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 1. og 2. hæð norðurbyggingar 

STÆRÐ RÝMIS

158 m2 og 30 m2